Framleiðni mun aukast með styttingu vinnutíma.

   Ég fagna þessum hugmyndum Samfylkingarinnar um styttingu vinnuvikunar.  Því eins og kom fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu vinnum við íslendingar þriðja lengsta vinnudaginn af OECD ríkjum.  Framleiðnin er hins vegar langtum minni hér en annars staðar, þar erum við í 19. sæti.

  Ég er ekki í vafa um það að stytting vinnuvikunar muni skila sér í aukinni framleiðni, þar sem vinnuálagið dregur án efa úr henni.  Annars þarf hugsanaháttur okkar að breytast þegar að kemur að þessum málum.  Allt of margir einblína um og of á það hveru mikið þeir geta unnið í því skyni að hafa sem mest laun.  Menn eiga frekar að gera kröfu um góð og mannsæmandi laun fyrir fulla dagvinnu. 


mbl.is Samfylkingin vill taka upp viðræður um að stytta vinnutíma í áföngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband