Saklaust háð en ósmekklegt!

Það er svo sem engin ástæða til að vera æsa sig yfir svona grein stjórnmálaprófessors, sem er háðsádeila á bandarísk stjórnvöld. Fullkomlega skiljanlegt að menn geri grín að bandarískri utanríkisstefnu. Hins vegar er frekar ósmekklegt, svo ekki sé meira sagt að beina gríninu að saklausri þjóð í norðurhöfum, sem engum hefur gert mein, ef frá er skilinn óskiljanlegur og óafsakanlegur stuðningur við Íraksstríðið.  Það er enginn harðstjóri eða einræðisherra hér sem bandaríkjastjórn notar gjarnan sem afsökun fyrir innrás í önnur ríki.  Fyrst og fremst er hér um  ósmekklegt háð að ræða og í raun ekki boðlegt fyrir háskólaprófessor að bera svona á borð.


mbl.is Nær að sprengja Ísland en Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Egill, veistu hve margar leyniþjónustur eru til Íran? Hefur þú nýlega lesið þér til um mannréttindi í landinu?.Veist þú hve margir unglingar eru hengdir á ári hverju í landinu? Alltaf gott að fræðast. Farðu á www.iranfocus.com

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég þykist vita það Vilhjálmur, að Íran er ekkert fyrirmyndar ríki.  Það breytir hins vegar ekki þeirri skoðun minni að innrás BNA í Íran, ef af verður er ekki af manngæsku þeirra eða viðrðingu fyrir mannréttindum heldur einungis þeirra eigin hagsmuna, þá sérstaklega olíuhagsmuna.  Þessi menningarheimur er  mjög frábrugðin okkar hatur mikið í vesturlanda, einkum BNA.  Þannig er það ekki vinnandi vegur að bæta ástandið með innrás.

Egill Rúnar Sigurðsson, 10.4.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband