Nýr meirihluti í Reykjavík. Sjálfstæðismenn sjálfum sér verstir!

  DagurÉg hlít að fagna því að minn flokkur, Samfylkingin, muni nú  gegna forystuhlutverki við stjórn Reykjavíkurborgar, þegar minn maður, Dagur B. Eggertsson, verður borgarstjóri. Hins vegar hefði ég gjarnan viljað sjá Björn Inga og Framsókn utan stjórnar, en því miður er það ómögulegt.  Eini möguleikinn til að mynda starfhæfan meirihluta án Sjálfstæðisflokksins er með aðild alla hinna flokkana.  Því verður einfaldlega svo að vera.

  Sjálfstæðismenn fara nú mikinn í gagnrýni á Björn Inga og telja hann hinn mesta svikara.  Ekki ætla ég nú að fara að verja hann, en ég held að þeir ættu nú frekar að líta í eigin barm.  Ef þeir vilja endilega kenna einhverjum um að meirihlutinn sprakk, þá ættu þeir að kenna sjálfum sér um.  Logandi innanflokksátök hafa verið í flokknum, sem leiddu í raun á endanum til þessarar niðurstöðu.  Hvenær hefur það áður gerst í flokknum að allir borgarfulltrúar flokksins fundi með forystunni án þess að Borgarstjórinn þeirra sé með á fundinum!!  Flokkurinn var einfaldlega ekki lengur stjórnhæfur í Borginni.


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband