Benítes á teppið! Hræðilega svekkjandi.

Rafael Benítez má svo sannarlega vera fúll og nú er...Ég er rétt að byrja að ná mér niður eftir þetta áfall. Barnsley hreinlega stal á síðustu mínútu leiksins, eftir að mínir menn höfðu leikið þá sundur og saman og gert stórhríð að marki Barnsley. Úrslitin voru vægast sagt ósanngjörn.

En mér finnst hins vegar Rafael Benítes bera ansi mikla sök á því hvernig fór, fyrst fyrir að hafa hvorki Gerrard né Torres í byrjunarliðinu og síðan með því að skipta Keitel inná fyrir Babel, sem hafði verið frábær í leiknum og oft nálægt því að skora. Hann verðskuladar að vera tekinn á teppið.

Ég er alltaf að hallast meira og meira að því að tími sé kominn að stjóraskiptum hjá Liverpool. Ég held að Benítes sé búinn að gera það sem hann getur gert fyrir liðið. Þegar að sigurmark Barnsley kom, öskraði ég: ,,neeeeeei" og barði í borðið og heimilisfólkið horfði á mig í forundran. Ég hreinlega gat ekki leynt vonbrigðum mínum. En nú er bara að spíta í lófana og reyna að standa sig þá að minnsta kosti í Meistaradeildinni. You never walk alone.


mbl.is Liverpool úr leik í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég öskraði, Yesyesssss, yess. Ég réð mér ekki fyrir kæti vegna þess að ég hef svo gaman af því þegar litlu liðin koma á óvart. Síðan verða vinir mínir sem halda með Liverpool, óþolandi þegar þeir vinna!!!

Heggi (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:27

2 identicon

Sæll ! get allveg tekið undir þessi orð þín, En miðað við hvernig liverpool hafa verið að leika undafarið þá koma þessi úrslit mér ekki á óvart. Sárt en samt sannleikur.

Arnaldur (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Kreppumaður

Á meðan er að koma hálfleikur á Old Trafford.  Staðan er 3-0 fyrir man.utd.  Sé ekki Liverpool ná þessum liðum á næstunni með Benítez sem stjóra?

Kreppumaður, 16.2.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband