You never walk alone!! Stórkostlegur sigur Liverpool á Arsenal!

Ég er enn í skýjunum eftir frábæran leik minna manna í Liverpool.  Fyrirfram bjóst ég við að þessi leikur gæti farið á hvorn vegin sem er, sem að kom reyndar á daginn.  Arsenal spiluðu að miklum krafti og komust yfir 0-1 á 14. mínútu.  Mínir menn jöfnuðu síðan á 30. mínútu eftir að Gerrard gaf frábæra sendingu inn í vítateig og Sami Hyypia skoraði með frábærum skalla.  Liverpool komst svo yfir eftir frábært mark frá Torres (hverjum öðrum) 1-2.  Eftir þetta mark slökknaði bara hreinlega á Arsenal liðunu og mínir menn áttu t.a.m. alveg seinni hálfleik.

Þarna hélt ég að leikurinn væri unnin, mínir menn myndu bara pakka í vörn og halda frengnum hlut, en nei dramatíkin hélt áfram og Arsenal jafnaði á 83. mínútu 2-2, þá hætti mér að lítast á blikuna en ég gat tekið gleði mína á ný aðeins 1 mínútu síðar þegar, mínir menn fengu vítaspynu (Arsenalmenn voru ennþá að fagna markinu)! Og hver annar er Steven Gerrard kom Liverpool yfir úr vítaspynunni 3-2!  Ryan Babel tryggði síðan endanlega sigur minna manna á 89. mínútu 4-2!!

Ég hef sagt það áður að ég hef trú á að mínir menn komist alla leið í úrslitaleikinn og ítreka það hér, Chelsea hefur ekki verið nein hindrun fyrir Liverpool í meistaradeildinni fram að þessu.  Drauma úrslitaleikurinn minn er Liverpool vs. Manchester United, þar sem okkur gefst kjörið tækifæri á að hefna fyrir ófarirnar á páskunum á erkifjendunum.


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Til hamingju Egill.

Þetta var fjörugur leikur. Mikil aksjón. Vítið umdeilt og dramatík.

Arsenal menn benda á vítið sem þeir fengu ekki í fyrri leiknum og vítið sem Liverpool fékk í seinni leiknum.

En þetta er hluti af leiknum, ekki satt? 

Jón Halldór Guðmundsson, 11.4.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband