Sjálfstæðisflokknum stillt upp við vegg!

22. október sl. lýsti ég þeirri skoðun minni í þessu bloggi: http://egillrunar.blog.is/blog/egillrunar/entry/683097/ að nú yrðu Samfylkingarmenn að setja Sjálfstæðisflokknum afarkosti, annaðvort að samþykkja að sækja um aðild að Evrópusambandinu eða horfast í augu við stjórnarslit og nýjar kosningar. Nú er nákvæmlega þetta að gerast eftir mínum heimildum.  Ríkisstjórnin hangir í raun á bláþræði og Sjálfstæðisflokkurinn er kominn upp við vegg og á ekki nema um tvennt að velja.  Annað hvort breyta þeir afstöðu sinni til Evrópuaðildar og eða samþykkja breytingar á yfirstjórn Seðlabankans eða hlutverki núverandi ríkisstjórnar er lokið.  Varla þykir þeim fýsilegt að fara í kosningar við núverandi aðstæður! 

Hvað Icesave deiluna varðar þá tel ég einu færu leiðina vera þá að semja um greiðslur og það strax, þó ekki um hvað sem er, ekki ef við eigum að sitja uppi með 600 milljarða eða meira sem leggjast á skattgreiðendur, en ég trúi því ekki að það geti orði svo mikið, kannski í mesta lagi 2-3 hundruð milljarðar.


mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

Evrópusambandið er ekkert lausn úr þessum vanda sem stendur núna yfir, hér höfum við allt til alls. Við höfum mannauð, auðlindir, orku, helling af húsnæði undir alla, tækniþekkingu, samstöðu og fjalltinda sem kenna okkur að stefna hátt og ná háum markmiðum eins og segir í fornbókmenntum.

Við eigum ekki að aumingjast þótt við eigum erfitt núna og gefast bara upp og gefa frá okkur alla framtíðina, en það væri nú alveg eftir sumum pólitíkusunum okkar.

Haraldur Pálsson, 14.11.2008 kl. 01:10

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Við getum ekki verið ein í heiminum!

Egill Rúnar Sigurðsson, 14.11.2008 kl. 01:14

3 Smámynd: Haraldur Pálsson

Já þannig það eru bara tvennt í þínum huga? ESB eða loka hagkerfinu þá semsagt?

Ég mana þig til að kynna þér aðeins betur ávinninga þess fyrir ísland að ganga í ESB.

í ESB, er ekkert sem heitir EIN verðbólga, hún er misjöfn þar eftir löndum. Hugsaðu þig aðeins um hvernig verðbólgan yrði ef við fengjum núna 3,25% stýrivexti getur maður ímyndað sér verðbólguna hér?

Síðan færi illa fyrir landbúnaðinum okkar og þar myndu tapast mörg störf, þannig íslenska lambakjötið yrði forsagan.

Sjávarútvegurinn færi í drasl, því ESB tæki við veiðiráðgjöfinni og stillti upp veðiheimildum í okkar lögsögu til annara þjóða í sambandinu.

Í staðinn fengjum við evruna en bara kannski, ef verðbólgan yrði eitthverntíman í lagi á 3,25% stýrivöxtum þá gætum við mögulega fengið þessa frábæru evru.

Haraldur Pálsson, 14.11.2008 kl. 09:37

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Hvernig væri bara að fá Norska seðlabankann til að taka yfir þann Íslenska og taka upp Norska krónu ?? Ég trúi því ekki að samfylkingin sé svo vitlaus að ætla að gefa landið okkar og allar auðlyndirnar með því að ganga í EES,eftir að þangað er komið erum við búin að missa sjálfstæðið samanber Írar sem komast ekki útúr EES af þeir ráða engu um það lengur það er alfarið í höndum EES að leyfa það.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.11.2008 kl. 09:40

5 Smámynd: Óttarr Makuch

http://otti.blog.is/blog/otti/entry/713923/

Set hér inn bloggfærslu mína vegna samþykktarinnar sem stjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík sendi frá sér.  Alveg með eindæmum að félag þess flokks sem er aðili að ríkistjórn landsins skuli vilja að flokkur sinn hlaupi frá ábyrgð þrátt fyrir að flokkurinn sjálfur beri klárlega mikla ábyrgð enda haft bankamálaráðherran nú í tæp tvö ár.

Óttarr Makuch, 17.11.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband