Bjarni Ben með mest fylgi?!

Á vefritinu Heimur. is var framkvæmd skoðanakönnun á fylgi flokkana, en einnig spurt hvern fólk vilji sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins.  

Tekið af vefslóðinni:

,,Spurningin var opin, þ.e. ekki voru nefnd ákveðin nöfn.

Þar fengu tveir þingmenn áberandi mest fylgi, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Um 56% aðspurðra nefndu eitthvert formannsefni. Bjarna nefndu 43% og Þorgerði 37%. Kristján Þór Júlíusson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Davíð Oddsson og Illugi Gunnarsson fengu allir milli 2 og 4 prósent stuðning.

Ef aðeins er litið á fylgismenn Sjálfstæðisflokksins nefndu 57% þeirra sem afstöðu tóku Bjarna, 22% Þorgerði,  5% Kristján Þór, 4% Guðlaug Þór og 3% Illuga Gunnarsson. Um 83% þeirra sem sagðist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn nefndi eitthvert formannsefni.

Þess ber að geta að aðeins Bjarni hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér til formanns. "

Ég get nú ekki annað en brosað að þessum vinnubrögðum stuðningsmanna Bjarna.  Ég veit ekki betur en að náfrændi hans eigi veftímaritið og Bjarni er sá eini sem hefur lýst yfir framboði!!

Mér er hins vegar nokk sama hver verður formaður flokksins, en þykir þó ljóst að ef það verður Bjarni, þá er ekki hægt að segja að það sé mikil endurnýjun!  Hann er í kolkrabbaættinni og tilheyrir þeim armi, sem hefur verið kenndur við flokkseigendurna.  Er ég einn um þessa skoðun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband