Kastljósviðtalið við Davíð.

  Mér fannst Davíð á að sumu leiti ólíkur sjálfum sér í þessu viðtali, hann var augljóslega í varnarstöðu, sem kemur nú ekki á óvart, þá var eins og sjarminn og leiðtogahæfileikarnir væru foknir út í veður og vind.  Hrokinn var þó ennþá til staðar, réðst t.a.m. aftur og aftur á Sigmar, sem kom reyndar ekki nægilega vel undirbúinn í vitalið. 

  Þegar maður vegur og metur framgöngu og "frammistöðu" Davíðs í þessu viðtali, er að mínu mati nauðsynlegt að hafa í huga að hér fór maður, sem hefur verið leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum síðan 1982 að segja má, en þá varð hann Borgarstjóri í Reykjavík.  Hann hefur nánast ráðið því sem hann hefur viljað ráða a.m.k. frá 1991 þegar hann var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins til ársins 2007, þegar stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins varð að veruleika. 

  Nú situr hann skyndilega frammi fyrir því að vera sparkað út úr Seðlabankanum og standa uppi, valdalaus. Viðbröðin eru þau að eitt allsherjar samsæri sé í gangi gegn sér, að öll þjóðin hafi verið heilaþveginn og hann sé eini maðurinn með viti, allir hinir séu fífl! Hann ætlar að taka Sjálfstðisflokkinn með sér í fallinu, sem ég myndi nú ekki gráta!


mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hefði verið gott að eiga marga Dabba!!!

Gulla (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 01:28

2 identicon

Ha, ha, ha .. nei farið hefur.....(var það ekki fé??) betra!!!!  :)  :)

Edda (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 01:31

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Maður smá vorkennir kallinum.

Jón Halldór Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband