Söguleg úrslit! Framsókn með í ríkisstjórn?!

Fyrst og fremst eru úrslit Alþingiskosninganna söguleg í tvennu tilliti.  Í fyrsta skipti í sögunni ná vinstri flokkar meirihluta á Alþingi og í fyrsta skipti í á lýðveldistímanum er annan flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins.  Í fyrsta skipti í sögunni eru jafnaðarmenn stærsti flokkur landsins.

Nú ríður á að vinna vel úr þessum spilum, sýna og sanna að vinstri mönnum sé vel treystandi við stjórn landsins.  Gífurlega erfiðar ákvarðanin eru framundan, eins og endureisn bankakerfisins og stórfelldur niðurskurður í ríkisútgjöldum.  Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að hafa jafnaðar og félagshyggjumenn við stjórnvölinn.

Einsýnt er að Samfylkingin og VG fara saman í næstu ríkisstjórn.  En ég tel hins vegar bæði rétt og nauðsynlegt að taka Framsóknarflokkinn með í stjórn.  Bæði er það að 5 manna meirihluti er líklega ekki nægur vegna þeirra erfiðu ákvarðana sem ráðast þarf í og hitt er að með því gæti VG betur losnað undan einarðri evrópuandstöðu sinni gagnvart kjósendur sýnum.  Þannig gætu þeir betur réttlætt það fyrir kjósendum sýnum að sækja um aðild að Evrópusambandinu, sem ég er ekki í vafa um að verði gert.


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband