Örvæntingarfull tilraun eigenda til að bjarga deyjandi miðli.

  Hér er á ferðinni örvæntingarfull tilraun eigenda Morgunblaðsins, til að bjarga deyjandi fjölmiðli.  En að veðja á þennan hest finnst mér heldur hæpið og bera vott um mjög alvarlega Örvæntingu, sem brenglar í senn skynsemi og dómgreind.  En ég ætla ekki að fara nánar út í þá sálma hér.

  Fyrir utan það að ganga endanlega að Morgunblaðinu dauðu  (efast þó ekki um að fjölmargir aðdáendur Davíðs munu gerast áskrifendur á ný, kannski álíka margir og munu segja því upp), held ég að pólitískar afleiðingar geti orðið nokkar, þar á meðal sú að Sjálfstæðisflokkurinn muni klofna.  Staðreyndin er einfaldlega sú að Davíð á orðið marga óvildarmenn í flokknum, sem einfaldlega vilja hann burt úr pólitískri umræðu.  Þá held ég að Bjarni Ben verði ekki hress með að hafa Davíð andandi ofan í hálsmálið á sér!

 

 


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dómgreindarleysið og vitfirringin er algjör. En kannski verður þessi gjörningur til þess að málgagn einræðisherranna fellur endanlega.

Einar Ingvi Magnússon (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

finnst þér að skrítið að eigendur reyni að bjarga miðlinum? ekki stóð blaðið burðugt eftir fyrri ritstjóra, búið að fara í þrot einu sinni undir honum, má ekki leyfa öðrum að spreyta sig á þessu núna?

Fannar frá Rifi, 25.9.2009 kl. 09:07

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hægri maðurinn og frjálshyggjubullarinn Fannari finnst sjálfsagt að almenningur borgi 3-4 milljarða til að halda málgagninu gangandi.. og síðan að ráða hrunastjórann sjálfan í ritsjórastólinn :D.. magnaðir þessir "frjálshyggjumenn"..

Frjáls  óháður fjölmiðill.. til að spreða málflutningi LÍÚ og Sjálfstektarinnar á kostnað aðþrengds almennings...

Það er gott að vera farinn frá þessu fávitasamfélagi.

Óskar Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband