Færsluflokkur: Bloggar

Ökumaðurinn hlítur að hafa haft eitthvað að fela.

Svona gera menn varla nema hafa eitthvað að fela.  Ekki ólíklegt að viðkomandi hafi verið búinn að fá sér aðeins neðan í því!  Hann virðist þo hafa sloppið vel miðað við aðstæður, að hafa labbað burt eftir nokkrar veltur.
mbl.is Maður sem leitað var eftir umferðarslys reyndist heill á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu getur maður nú lent í á Suðurlandsvegi!

Var þetta flugbáturLoL Öllu getur maður nú lent í á Suðurlandsveginum!  Gæsir í sjálfsmorðshugleiðingum og fljúgandi bátar!  Manni kæmi ekki á óvart þó að næst kæmu fréttir af fiskum sem féllu af himni ofan á Suðurlandsveginn!  Kvótalaust!


mbl.is Mætti fljúgandi bát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndardómar "draugaskútunnar" í Ástralíu.

Þetta er allt hið furðulegasta mál, en örugglega einhverjar "jarðbundnar" skýringar á þessu!  Hef ekki trú á því að þeir hafi verið brottnumdir af geimverum eða einhverjir yfirnáttúrulegir hlutir hafi átt sér stað.  Ætli þeir hafi ekki bara fallið útbyrðis, einn hugsanlega farið á undan og hinir á eftir til að reyna að bjarga viðkomandi.  Það getur hins vegar verið skemmtilegt að gefa ímyndaraflinu lausan tauminn og velta upp ýmsum "óraunhæfum" möguleikum.


mbl.is Björgunarmenn vonlitlir um að áhöfn „draugaskútu” finnist á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að passa sig!

Frá Ósló.Það er eins gott að passa sig í dag eins og heimurinn er orðinn.  Held að Ósló sé hvorki verri né betri en aðrar borgir í dag.  Ég vil þó leyfa mér að efast um að þetta gæti gerst í Reykjavík, en hver veit!  Tek allavega ekki mynd af ökuníðing í bráð!
mbl.is Ökuníðingur skaut á mann sem tók mynd af honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn Björnson ætti að skammast sín!

SamráðRéttlæting Kristinns, í Kastljósinu, á eigin gjörðum, í samráðsmáli olífélagana er til skammar!  Þá ætti Kristinn ekki síður að skammast sín fyir að ásaka aðra um slíkt hið sama.  Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað!  Þessi tilraun til Hvítþvotts virkar ekki!

 


mbl.is Smjörklípa í Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af þessum dögum!

bad dayÁtti mjög erfiðan dag vægast sagt!  Byrjaði daginn á því að kenna á vörubifreið í Reykjanesbæ í brjáluðu slagviðri, sem ekki væri í frásögu færandi ef vörubílinn hefði ekki orðið olíulaus með nemandann undir stýri úti í Höfnum af öllum stöðum!  Þar sem olíumælirinn var bilaður og ég hafði nýlega sett á hann olíu, gætti ég mín ekki á því að bílinn hafði verið í prófum allan mánudaginn og var þar af leiðandi orðinn mjög olíulítill þrátt fyrir það að mælirinn sýndi annað. Ekkert annað en aulaskapur hjá mér!  Þurfti þ.a.l. að brasa við það í hvassviðri og grenjandi rigningu að koma mér inn í Keflavík, ná í olíu á brúsa, aftur út í Hafnir (þar sem ekki er einu sinni sjoppa, hvað þá bensínstöð), tappa olíu af hráolíukerfinu og koma bílnum í gang, sem reyndar gekk ágætlega miðað við aðstæður!

Ekki tók betra við þegar á höfuðborgarsvæðið var komið!  Byrjaði á því að hjálpa fátækum námsmanni að endurheimta bíl sinn, eftir að hann hafði verið dreginn í burtu og klippt af honum.  Námsmaðurinn hafði orðið bensínlaus á leið í skólann á slæmum stað og tekið þá ákvörðun að skilja hann eftir um stundarsakir til að missa ekki af tímanum í skólanum!  Áður hafði verið búið að líma á bílinn hans boðun í skoðun.  Fór með námsmanninum í Krók á Dalvegi í Kópavogi til að sækja bílinn. Þar var okkur sagt að lögreglumennir sem komu með bílinn hafi verið svo illir yfir því hvar bílinn var skilin eftir  að þeir hafi ákveðið að klippa af honum líka!  Þetta finnst mér ekki boðleg vinnubrögð hjá lögreglunni í Kópavogi!  Þeir höfðu að vísu fulla heimild til að klippa af bílnum, en að láta það spyrjast út að þeir hafi gert það vegna þess að þeir hafi orðið svo illir eð fúlir getur ekki talist eðlilegt, en það er önnur saga. 

Svo drógum við bílinn yfir í Frumherja á Dalvegi til skoðunar, sem gekk vel, bílinn fékk fulla skoðun. En þegar kom hins vegar að því að endurheimta númerin fór aftur að syrta í álinn! Ég hafði fengið þær upplýsingar hjá Frumherja að númerin væru líklegast á Dalvegi, þar sem að lögreglan í Kópavogi færi vanalega með þau þangað ef klippt væri af bílum í Kópavogi.  Svo reyndist hins vegar ekki vera og mér var sagt að þau væru niður í Umferðarstofu í Borgartúni.  Við fórum því þangað, en án árangurs! Þau reyndust ekki vera þar og í ofanálag var mér sagt að þó að þau hefðu verið þar myndi ég ekki fá þau afhent þar sem að einungis skráður eigandi bílsins gæti leyst þau út, sem í þessu tilviki er afi námsmannsins.  Ekki vildi ég gefast upp, þannig að ég hringdi í lögregluna í Kópavogi, sem tjáði mér að númerin væru hjá þeim og þeir skyldu koma þeim til Frumherja á Dalvegi.  Þetta hafðist fyrir rest og við fengum númerin afhent.

Þegar ég hafði leyst vandamál námsmansins tók ekki betra við, vindlaust varð á jeppanum mínum og ég fór á næsta dekkjaverkstæði, sem reyndist vera Kaldasel á Dalvegi.  Þar var mér sagt að dekkið væri ónýtt, en því miður ættu þeir ekki annað dekk sömu stærðar!  Því varð að setja varadekkið undir, sem er minna en hin og í ofanálag vantaði þrjár rær sem þeir áttu heldur ekki til!  Þá ákvað ég að fara í VDO hólbarðarverkstæðið í Borgartúni, þar sem ég keypti dekkin á sínum tíma, þeir hlytu að eiga þetta.  En ekki var það svo gott!  Mín stærð var búin og ekkert sem þeir gætu gert!  Ég hugsaði með mér hvað meira gæti gerst í dag! Þaðan fór ég upp í Sólningu á Smiðjuveginum og sem betur fer gátu þeir bjargað mér (kostaði lika skildinginn), ég fékk bæði nýtt dekk og rær! 


Verðum að taka á þessum ökuníðingum!

Ég keyri Reykjanesbrautina reglulega og aksturslagið, sem að maður verður vitni að er stundum út fyrir öll velsæmismörk, bílar að fara hægra megin fram úr á ofsahraða og sleppa með naumindum við bíla á móti eftir framúrakstur o.s.fr. 

Nú verða lögregluyfirvöld að taka af sér silkihanskana og taka á þessum málum.  Vilji er allt sem þarf.  Ökumaður sem verður uppvís af því að aka á 155 km hraða á að mínum dómi að missa ökuréttindin ævilangt (sem að vísu eru bara þrjú ár í dag, þá getur hann sótt um náðun!) og spurning hvort ekki ætti að gera ökutækið upptækt og selja fyrir sektum.  Eitthvað verður í það minnsta að gera í þessum málum.

Hins vegar er spurning hvort að flokka eigi 121 km. hraða á Reykjanesbrautinni sem ofsaakstur.  Það er vissulega ofsaakstur í íbúðarhverfum, eða þar sem er 30 eða 50 km. hámarkshraði, en varla á Reykjanesbrautinni, a.m.k. ekki á tvöfölduninni þó að þar sé að vísu bara 90 km hámarkshraði. Get ímyndað mér að eftir að tvöföldunin hefur verið kláruð alla leið megi vel koma til álita að hækka hámarkshraða í 100-110 km hraða á brautinni.  Þyrfti að vísu að laga hana vel til fyrst, koma fyrir vegriði o.þ.h. En punktur minn hér að sá sem var á 155 km hraða er miklu sekari en hinn sem var á 121 km. hraða og munar þar miklu að mínu mati.


mbl.is Stöðvaður á 155 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins!

Ef að Framsóknarflokkurinn er svarið

þá er spurningin heimskuleg!

 

Spurningarnar gætu t.d. verið eftirfarandi:

1.  Er ennþá til stóriðjuflokkur á Íslandi?

2.  Er til bitlingaflokkur á Íslandi?

3.  Er einhver flokkur í afneitun á eigin fylgistap?

4.  Vill einhver flokkur bara vinna með Sjálfstæðisflokknum?

5.  Er einhver flokkur sem heldur að hann verði örugglega í næstu ríkisstjórn?

6.  Gaf einhver flokkur vinum sínum ríkiseignir?

7.  Hefur einhver flokkur alltaf beygt sig fyrir Sjálfstæðisflokknum?

8.  Er einhver flokkur kominn mjög langt frá uppruna sínum?

Fleiri hugmyndir?!

 

Rússnensk kosning hjá VG!

  SteingrímurSteingrímur J. og Katrín voru kosin rússneskri kosningu sem formaður og varaformaður hjá VG.  Atkvæðagreiðslan var framkvæmd með lófaklappi.  Hefði þó verið skemmtilegra að sjá fylgi þeirra í prósentutölum í leynilegri kosningu. 

  Steingrímur er öflugur stjórnmálamaður, mikill ræðuskörungur og fylginn sér.  Í rauninni sé ég engann annann sem gæti keppt við hann um formannsembættið innan VG.  Þá leyfi mér að efast mjög um það að VG væru á því flugi sem þeir eru í dag ef ekki væri fyrir Steingrím J.  Í mínum huga er hann Vinstri hreyfingin grænt framboð.

  Það er svo umhusunarvert að ef VG fær það fylgi sem þeir eru að mælast með þá komast margir gamlir allaballar inn á þing.  Er þá ekki komið ,,nýtt alþýðubandalag", skipað innsta kjarna gamla ,,flokkseigendafélagsins".  í mínum huga er margt af þessu fólki þjóðernissinnaðir íhaldsmenn sem hafa lítinn áhuga á framförum, nýsköpun og sókn atvinnulífsins. Ég efast hins vegar ekki um það að þeir munu standa sig vel og gera margt gott í velferðar og umhverfismálum komist þeir í stjórn.


mbl.is Steingrímur endurkjörinn formaður og Katrín varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framleiðni mun aukast með styttingu vinnutíma.

   Ég fagna þessum hugmyndum Samfylkingarinnar um styttingu vinnuvikunar.  Því eins og kom fram hjá Ingibjörgu Sólrúnu vinnum við íslendingar þriðja lengsta vinnudaginn af OECD ríkjum.  Framleiðnin er hins vegar langtum minni hér en annars staðar, þar erum við í 19. sæti.

  Ég er ekki í vafa um það að stytting vinnuvikunar muni skila sér í aukinni framleiðni, þar sem vinnuálagið dregur án efa úr henni.  Annars þarf hugsanaháttur okkar að breytast þegar að kemur að þessum málum.  Allt of margir einblína um og of á það hveru mikið þeir geta unnið í því skyni að hafa sem mest laun.  Menn eiga frekar að gera kröfu um góð og mannsæmandi laun fyrir fulla dagvinnu. 


mbl.is Samfylkingin vill taka upp viðræður um að stytta vinnutíma í áföngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband