Verðum að taka á þessum ökuníðingum!

Ég keyri Reykjanesbrautina reglulega og aksturslagið, sem að maður verður vitni að er stundum út fyrir öll velsæmismörk, bílar að fara hægra megin fram úr á ofsahraða og sleppa með naumindum við bíla á móti eftir framúrakstur o.s.fr. 

Nú verða lögregluyfirvöld að taka af sér silkihanskana og taka á þessum málum.  Vilji er allt sem þarf.  Ökumaður sem verður uppvís af því að aka á 155 km hraða á að mínum dómi að missa ökuréttindin ævilangt (sem að vísu eru bara þrjú ár í dag, þá getur hann sótt um náðun!) og spurning hvort ekki ætti að gera ökutækið upptækt og selja fyrir sektum.  Eitthvað verður í það minnsta að gera í þessum málum.

Hins vegar er spurning hvort að flokka eigi 121 km. hraða á Reykjanesbrautinni sem ofsaakstur.  Það er vissulega ofsaakstur í íbúðarhverfum, eða þar sem er 30 eða 50 km. hámarkshraði, en varla á Reykjanesbrautinni, a.m.k. ekki á tvöfölduninni þó að þar sé að vísu bara 90 km hámarkshraði. Get ímyndað mér að eftir að tvöföldunin hefur verið kláruð alla leið megi vel koma til álita að hækka hámarkshraða í 100-110 km hraða á brautinni.  Þyrfti að vísu að laga hana vel til fyrst, koma fyrir vegriði o.þ.h. En punktur minn hér að sá sem var á 155 km hraða er miklu sekari en hinn sem var á 121 km. hraða og munar þar miklu að mínu mati.


mbl.is Stöðvaður á 155 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Heyr Heyr, hið ótrúlega hefur gerst og um er að ræða sögulegan viðburð, því ég er SAMMÁLA þér  Er búinn að skrifa smá pistil um þessi mál og tillögur mínar að hraðasektum, ég vil úrbætur strax í dag eða síðasta lagi í fyrramálið!!

Sjá má bloggið mitt um málefnið hér

Óttarr Makuch, 27.2.2007 kl. 22:50

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ef við færum þessa umræðu á eitthvað annað plan en refsiplanið, þá leysum við kannsi vandamálið. Foreldrar eiga tíu börn. Það er ár á milli. Tíu börn á tíu árum. Sá elsti braut kristalskál þegar hann var 8 ára. Hann var ekki flengdur. Sá næsti braut kristalvasa ári síðar. Hann var flengdur. Lærði sá sem var næstur í röðinni? Ég er ekki viss. Hvað með þann sem er númer 6 í röðinni. Hann lærði ekki að það má ekki mölva kristalinn á heimilinu, um það er ég viss. Refsingar virka stundum og á suma, en ekki alla. Þetta er ekki réttlæting á ofsaakstri, ég fordæmi hann. Kennum. Bjóðum upp á aðstöðu til að fólk geti leikið sér á bílum rétt eins og á skemmtibátum og flugvélum. VIð byggjum hafnir fyrir skemmtibáta og flugvelli fyrir skemmtiflug. Við gerum það fyrir fé úr sameiginlegum sjóði. Það vantar leiksvæði fyrir bílaleiki. Ég bendi líka á blogg eftir blogg um þessi mál á bloggi mínu. Endilega segið skoðun ykkar.

Birgir Þór Bragason, 27.2.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Mikið til í þessu hjá þér Birgir. Ökukennarar hafa verið að ,,berjast" fyrir því mjög lengi að komið verði upp æfingasvæði fyrir ökukennslu. Ég er hins vegar algerlega ósammála Ökukennarafélagi Íslands sem hefur ekki viljað fara út í slíkt með akstursíþróttamönnum og hugsanlega fleirum. Ég held að þetta sé rétt hjá þér með að bjóða upp á aðstöðu fyrir fólk að leika sér á bílum. Unga fólkið þarf að fá útrás á lokuðum svæðum, ekki í umferðinni!

Egill Rúnar Sigurðsson, 27.2.2007 kl. 23:50

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Má ég ekki bjóða þér að skoða þetta

Ökugerði

Birgir Þór Bragason, 28.2.2007 kl. 00:30

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Takk fyrir þetta Birgir. Ég skoðaði Ökugerði og leist vel á.  Þetta er einmitt það sem okkur sárvantar hér á landi og það ekki seinna en strax! Eða eins og ég sagði; vilji er allt sem þarf!

Egill Rúnar Sigurðsson, 28.2.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband