Þæfa málið fram yfir kosningar!

SjávarútvegurRíkisstjórnin hefur engan áhuga á að efla atvinnulíf á Vestfjörðum, það hefur hún sýnt sl. 12 ár.  Kvótakerfið í núverandi mynd á án efa stærstan þátt í því að sjávarbyggðirnar á Vestfjörðum eru nánast í rjúkandi rúst. Þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn aldrei viðurkennt og munu sjálfsagt aldrei gera.  Þeir keppast hins vegar við að mæra þetta kerfi á alla lund.  Tilgangur þessarar nýskipuðu nefndar ríkisstjórnarinnar er því án efa sá að þæfa málið fram yfir kosningar.

Skoðanakönnun Blaðsin sýnir að almenningur er enn jafn ósáttur við þetta kerfi og áður.  70% landsmanna eru á móti kvótakerfinu skv. þessari könnun.  Það sem þjóðinni svíður sárast við fiskveiðstjórnunarkerfið er hið gífurlega óréttlæti sem fellst í því að fámennum hópi ,,sægreifa" var afhent auðlind okkar allra á silfurfati og tækifæri til að ráðstafa henni að vild, selja eða leigja. Þannig hefur myndast stétt leiguliða eða eins konar lénskerfi í sjávarútvegi.  Það mun því aldrei og ég endurtek aldrei verða sátt um frjálst framsal veiðiheimilda og kvótaleigu. Hér er um að ræða mesta óréttlæti í sögu íslenska lýðveldisins!

 

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórn samþykkir að skipa nefnd vegna ástands atvinnumála á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband