Fylgi Íslandshreyfingarinnar svipað og ég bjóst við.

SkoðanakönnunBjóst við því að Íslandshreyfingin "Ómargét" fengi í kringum 5% fylgi, eins og sagði í bloggi mínu fyrir nokkrum dögum.  Samkvæmt þessari könnun er Íslandshreyfingin að því er virðist að taka fylgi frá Sjálfstæðisflokknum (þó ekki sé það mikið), Vinstri Grænum og Frjálslynda flokknum, sem þurrkast hreinlega út af þingi.  Ekki er fráleitt að ætla að ÍH geti orðið í oddaaðstöðu við stjórnarmyndun.

Mjög ánægjulegt er að sjá að minn flokkur, Samfylkingin, er að rétta úr kútnum eins og hlaut reyndar að gerast.  Ég er algerlega sannfærður um það að Samfylkingin mun "ná aftur" stórum hluta af því fylgi sem hún "missti" yfir til VG. 

Hvað stórnarmyndun varðar finnst mér ekki fráleitt að ætla að Samfylking, Vinstri græn og Íslandshreyfingin myndi saman stjórn eftir kosningar.  Annað hvort sú stjórn eða samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem ég held að verði úr ef ekki tekst að mynda vinstristjórn.


mbl.is Íslandshreyfingin með 5% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hvað áttu við með því að metnaður minn sé ekki mikill fyrir hönd Samfylkingarinnar?  Ég hef mikinn metnað fyrir hönd míns flokks, þann að hann fái um 30% fylgi og veiti forystu sterkri jafnaðarstjórn, sem kemur á stöðugleika í hagkerfinu, endurreisir velferðarkerfið og stöðvar stóriðjuvitleysuna.

Egill Rúnar Sigurðsson, 25.3.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband