Líkurnar á vinstri stjórn minnka.

Könnun

Íslandshreyfingin mælist nú í annari könnunni í röð með um 5% fylgi.  Þetta fylgi virðist að mestu vera að koma frá VG sem missir 4% frá síðustu könnun.  Það er ljóst í mínum huga að ef að ekki verður hægt að mynda vinstri stórn nema með fjórum flokkum, þá mun hún ekki verða að veruleika.  Ég teldi það vera mjög jákvætt ef hægt væri að mynda ríkisstjórn án stóriðjuflokkanna beggja, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. En tilkoma Íslandhreyfingarinnar minnkar því miður líkurnar á því.  Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna stefnu eða málefni hreyfingarinnar, en það sem ég hef heyrt líst mér ágætlega á, heldur einungis að ítreka þá skoðun mína að hreyfingin minnkar möguleika andstæðinga ríkisstjónarinnar á að ná völdum. 

Versta mögulega útkoma kosninganna væri auðvitað áframhaldandi stjórn B og D, en sem betur fer eru nú ekki miklar líkur á því.  Næstversta útkoman væri stjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.  Slík stjórn myndi sameinast um mjög neikvæða afstöðu til Evrópusambandsins, óbreytt landbúnaðarkerfi með ofurtollum, þrengja að fyrirtækjum í útrás svo eitthvað sé nefnt.  Þessir flokkar myndu sem sagt að ég tel og hef sagt áður, draga fram það versta í hvor öðrum.  Þjóðin þarf að mínu mati á Samfylkingunni að halda! Útkoma hennar er því miður ekki nógu góð um (19,9%) en ég er þó ekki í vafa um að fylgið muni aukast. 


mbl.is Íslandshreyfingin mælist með með 5,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

En Egill, hverja myndirðu vilja sjá með samfylkingunni?

Sigurður Karl Lúðvíksson, 31.3.2007 kl. 13:37

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég hef talið að VG væri okkar fyrsti kostur, Sigurður, þrátt fyrir ágreining í afstöðu til frelsis á ýmsum sviðum.  Held að Samfylkingin gæti miklu frekar en Sjálfstæðisflokkurinn beint VG á rétta braut.  Mjög ólíklegt er hins vegar orðið að þessir flokkar nái meirihluta tveir.  Að mínu mati er Íslandshreyfingin líka álitlegur samstarfsaðili.  En eins og ég hef áður sagt yyrfti ég ekki ólíklegt að ef kosningarnar fara í líkingu við þessa skoðanakönnun þá muni Samfylkingin fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Það er auðvitað ekki það sem mínir menn lögðu upp með en þyrfti ekki að vera slæm stjórn.

Egill Rúnar Sigurðsson, 31.3.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband