Ákveðin vonbrigð en Samfylking vonandi í ríkisstjórn.

Því miður hélt ríkisstjórnin velli þrátt fyrir það að hafa fengið færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir, en svona er kosningakerfið okkar.  Ef landið væri eitt kjördæmi hefði ríkisstjórnin fallið!  Hins vegar hef ég enga trú á að stjórnin haldi áfram.  Framsóknarflokkurinn beið afhroð og náði ekki einu sinni formanninum á þing og ef að þeir ætla að standa við orð sín er ljóst að þeir verða utan stjórnar.

Besta mögulega niðurstaðan miðað við kosningaúrslitin væri samstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks.  Slík stjórn gæti orðið farsæl og til heilla fyrir þjóðina.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já þetta var spenna allt til loka. En heldurðu að það geti ekki orðið  samf.- vinstri græn. - framsókn? (reyndar ekki mín óskastjórn)

samuel sig (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Möguleiki, Samúel, möguleiki, kysi þó hina frekar.  Framsókn þar að fá frí!

Egill Rúnar Sigurðsson, 13.5.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband