Spennandi að sjá málefnasamning nýju ríkisstjórnarinnar!

Ég bíð spenntur eftir því að sjá málefnasamning "Þingvallarstjórnarinnar".  Ég er nokkuð viss um það að Samfylkingin mun ná fram einhverju af hennar áherslum, sértaklega hvað varðar Unga Ísland og bættan hag aldraðra.  Þá er ég að vonast eftir því að ákveðin sátt náist í umhverfismálum.  Unnin verði rammaáætlun um nattúruvernd þar sem fram kemur hvaða náttúruauðlindum skuli ekki fórnað.  ´

Þá vonast ég til að lögin um eftirlaun þingmanna og ráðherra verði endurskoðuð.  Þá verður spennandi að sjá hver stefnan í evrópumálunum verður.  Vonandi mun ríkisstjórnin einnig hreyfa við landbúnaðar og sjávarútvegsstefnunni.  En eitt höfuð málið hlítur að vera að koma á efnahagslegum stöðugleika á ný, draga úr þennslu, minnka verðbólgu og lækka vexti. 

 


mbl.is Fundað um stjórnarmyndun á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

"Þingvallastjórnin" var mynduð fyrir 12 árum á Þingvöllum. Það var ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Hins vegar er nú verið að mynda "Baugsstjórn".

Væntanlega verður einn hluti málefnasamningsins einkavæðing í heilbrigðiskerfinu - eða kannske Baugsvæðing í heilbrigðiskerfinu. Meira um það í pistlinum Verið að semja um Baugsvæðingu heilbrigðiskerfisins?

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/215708/

Hallur Magnússon, 19.5.2007 kl. 23:56

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Bull er þetta í þér Hallur, allt tal um Baugsstjórn er ekkert annað en tal tapsárra manna sem eru í fráhvörfum eftir að hafa verið alltof lengi í stjórn!  Það verður ekki um að ræða neina einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.  Hins vegar finns mér allveg koma til greina einkarekstur á ákveðnum sviðum heilbrigðiskerfisins.  Slíkt gæti aukið hagræðingu og bætt þjónustu.

Egill Rúnar Sigurðsson, 20.5.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég er sammála þér í að það á áfram að þróa einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins. Hef reyndar ákveðnar hugmyndir um hvernig það er unnt - án þess að einkavæða heilbrigðiskerfið í heild sinni.

Hins vegar ertu á villigötum þegar þú segir að það verðu ekki einkavætt í heilbrigðiskerfinu.  Samfylkingin hefur opnað á það - þótt hún hafi varið varlega í það. Sjálfstæðisflokkurinn mun þrýsta mjög á að svo verði.

En þegar Hreinn Loftsson og félagar í Baugi eru að kaupa 21 sjúkrahús í Bretlandi - þá er ekki annað unnt en að leggja saman tvo og tvo.

Hvað varðar nafn á ríkisstjórninni - þá á Þingvallastjórnin ekki við - þar sem síðasta stjórn var mynduð á Þingvöllum. Viðeyjarskotta var náttúrlega nafnið á xd + xa á sínum tíma.

Hvort sem þér líkar betur eða verr þá mun Baugsstjórnin festast á þessa ríkisstjórn - hvort sem það er réttmætt eða ekki.

Hins vegar vona ég að þessi stjórn verði farsæl. Hún hefur alla burði til þess ef gott jafnvægi næst. Hefði persónulega frekar vilja alvöru miðjustjórn Samfylkingar og framsóknar - en flokkana vantaði smá atkvæðamagn upp á að það væri unnt. Það var frekar kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn en Framsókn - þrátt fyrir allt. :)

Hallur Magnússon, 20.5.2007 kl. 00:15

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

"Þingvallarstjórnin" er ekkert endilega það nafn sem ég vill setja á þessa ríkisstjórn.  Hins  vegar er það mér það mjög til efs að Framsóknarmenn muni ráða nafninu á stjórninni!

Hvað varðar einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu er það alveg ljóst að yfirlýst stefna Samfylkingarinnar er sú að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu komi ekki til greina, ég er a.m.k. þeirrar skoðunar og mun ekki hvika frá því.

Egill Rúnar Sigurðsson, 20.5.2007 kl. 01:41

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Held þú ættir að lesa samþykktirnar aftur :)

Hallur Magnússon, 20.5.2007 kl. 02:02

6 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Það er grundvallarmunur á einkarekstri og einkavæðingu Hallur. Stefna Samfylkingarinnar er þessi orðrétt: Landsfundarályktun 2007 - Heilbrigðisstefna - Heilbrigðisþjónusta á Íslandi - í fremstu röð Heilbrigðisþjónusta á Íslandi skal ávallt vera í fremstu röð og standa öllum jafnt til boða. Endurbæta þarf heilbrigðiskerfið og gera þjónustu þess markvissari og betri. Þarfir sjúklinga eiga að vera í fyrirrúmi en ekki hagsmunir stofnana. Stöðugt skal leita nýrra leiða til að laga þjónustuna að breyttum aðstæðum og nýjum þörfum. Markmið allra endurbóta á að vera jöfnuður, gott aðgengi, gæði, öryggi og hagkvæmni. Samfylkingin vill: 1. Tryggja aðgengi allra landsmanna að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag. 2. Leggja stóraukna áherslu á forvarnir á öllum sviðum og stuðla að heilbrigðari lífsháttum með áherslu á hreyfingu og hollt mataræði 3. Tryggja lágt lyfjaverð og einfalda greiðsluþáttöku hins opinbera í því. 4. Bæta tannvernd barna með ókeypis eftirliti, forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum. 5. Tryggja aðkomu geðsjúkra að ákvörðunum sem varða meðferð og úrræði í þeirra þágu með bata að leiðarljósi. Auka fjölbreytni í þjónustu, endurhæfingu úti í samfélaginu, geðrækt, eftirfylgni eftir meðferð og stuðning við aðstandendur. 6. Efla heilsugæslu og auka fjölbreytni í þjónustu, ráðgjöf og upplýsingamiðlun. 7. Breyta verkefnaskiptingu ráðuneyta og flytja málefni aldraðra á eina hendi. 8. Kostnaðargreina heilbrigðisþjónustu og taka upp blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. 9. Auka vægi útboða og þjónustusamninga í heilbrigðisþjónustu, þar sem við á, en tryggja ætíð aðgengi að þjónustunni óháð efnahag. 10. Fjölga faglærðu fólki sem starfar við hjúkrun, umönnun og aðra heilbrigðisþjónustu m.a. með auknu aðgengi að menntun, betri kjörum og starfsskilyrðum. 11. Auka valfrelsi í þjónustu og í endurhæfingu í heilbrigðiskerfinu. 12. Koma á heildarsýn yfir starf að vímuvörnum og meðferð fíkla. Stjórnvöld taki fjárhagslega og faglega ábyrgð á öllu meðferðarstarfi.ngarinnar í heilbrigðismálum er þessi:

Egill Rúnar Sigurðsson, 20.5.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband