Sammála ungum jafnaðarmönnum! Pólitísk spilling að skipa Þorstein Davíðsson

Ég er hjartanlega sammála þessarri ályktun ungra jafnaðarmanna.  Það er hreinlega ekki hægt að líða pólitískar ráðningar af þessu tagi. 

Ég hafði sannarlega vonast til að spilling af þessu tagi, myndi ekki líðast í ríkisstjórn sem Samfylkingin ætti aðild og vonast a.m.k. til að hún geri allt sem í hennar valdi stendur til að binda enda á slíkar ráðningar.


mbl.is Vilja mótmæla pólitískri spillingu við embættisveitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Er eitthvað annað en fagleg rök til grundvallar þessari ráðningu??? Svari hver fyrir sig.

Jón Halldór Guðmundsson, 26.12.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Ekki veit ég um hvað hægt er  að tala vegna þessarar ráðningar.  Svarið er einfalt.  Þorsteinn uppfyllir öll þau skilyrði sem þarf til svo hann geti verið skipaður í þetta embætti.  Það á ekki að skipta máli hvers son eða dóttir fólk er heldur fyrst og fremst á fólk að komast áfram í lífinu á eigin verðleikum sem Þorsteinn gerir svo sannarlega, þetta fullyrði ég þó svo að ég þekki hann lítið.

En hinsvegar er þessi blessaða valnefnd bæði fyrir héraðsdóm og hæstarétt í hæsta máta óeðlileg.  Líkt og Össur Skarphéðinson segir þá þarf að leysa þessar nefndir upp hið fyrsta og finna þessum ráðningum eðlilegt ferli.

Óttarr Makuch, 29.12.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband