Ótrúleg framvinda í borgarstjórn

Ég hallast að því að Ólafur F. Magnússon gangi ekki heill til skógar.  Vinnubrögðin eru þvílík að maður á varla orð  til.  Án þess að nokkur málefnaágreiningur hafi verið til staðar í gamla meirihlutanum, þar sem hann, nota bene var einn af forvígismönnunum (þrátt fyrir að vera í veikindafríi), fer hann í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn án samráðs við flokkssystur sína í F listanum, sem styður ekki þennann ráðahag, né heldur næsti maður á eftir henni. 

Þá hafði Ólafur neytað því alfarið við Dag borgarstjóra að hann væri að mynda nýjann meirihluta, síðast 20 mínútum áður en fréttamannafundurinn var haldinn á Kjarvalsstöðum!  Hafði m.a. ganntast um það við Dag að Sjálfstæðismenn, hefðu boðið honum gull og græna skóga, meira að segja Borgarstjórastólinn, sem þeir hlógu að í sameiningu!

Ekki komu þau vel út á fréttamannafundinum, Ólafur F., Vilhjálmur fv. Borgarstjóri og "hans hjörð", það var hreinlega eins og öllum liði illa og Villi og Ólafur að flýta sér, sem mest þeir máttu, þá greip Villi hvað eftir annað fram í fyrir Ólafi, sem virtist ekki líða ýkja vel. 

Það er augljóst að þessi meirihluti er myndaður um völd, valdana vegna, en ekki m.t.t. hagsmuna Reykvíkinga.  Sjálfstæðismenn voru einfaldlega "veikir" og óhuggandi eftir valdamissinn og skildu ná þeim aftur hvernig sem þeir færu að því, jafnvel þótt þeir þyrftu að kaupa Ólaf F. dýru verði!  Ég spái því að þessi meirihluti muni ekki lifa út kjörtímabilið.

 


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hönnu Birnu leið afskaplega vel. Hin voru vandræðaleg. Enginn græðir á þessum sandkassaleik

Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú hallast að því já, en fyrir hvað var fyrri meirihluti myndaður um annað en völd ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2008 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband