Ólýsanlegt afrek!

Ólafur Stefánsson í baráttu við Demetrio Lozano leikmann Spánar.Maður á ekki orð, ég hreinlega grét af gleði.  Maður vonaði auðvitað og trúði því að strákarnir gætu þetta en innst inni fannst manni þetta eiginlega vera of gott til að vera satt! 

Ég vil leyfa mér að fullyrða það að þetta sé stórkostlegasti árangur íslenskrar íþróttasögu.  Að 300 þúsund manna þjóð geti náð jafn langt og þetta er ólýsanlegt afrek!  En ævintýrið er ekki á enda, við gætum náð enn lengra.  En en eru það bara hugsanir, laganir og þrár, ekkert bíb, bara sigur, ef við deyjum, þá deyjum við a.m.k. lifandi a la Óli Stef.


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, liðið algerlega frábært og þjálfarinn að gera flotta hluti.

Ekki spillir virk þátttaka forseta vors og konu hans og gaman að vita að Þorgerður er í flugi milli Kína og Íslandsins fína með Kristján Arason með sér.

Viðtalið við Óla Stef er svo heimspkileg upplifun út af fyrir sig og frammistaða alls liðsins gersamlega frábær.

En Vasí Islande, allabadderí á sunnudagsmorgunn, allir með. 

Jón Halldór Guðmundsson, 22.8.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband