Samfylkingin myndi hagnast á því að opna bókhald sitt.

Samfylkingin á að mínu mati hiklaust að opna bókhald sitt og sýna fram á það sem ég efast ekki um að engir viðlíka styrkir og Sjálfstæðisflokkurinn fékk hjá FL group og Landsbankanum áttu sér stað.

Málið er það að að fréttir af þessum styrkjum til Sjálfstæðisflokksins eru alvarlegri tíðindi fyrir flokkinn en margir gera sér grein fyrir.  Hér kann að vera úm eitt stærsta stjórnmálahneyksli sögunnar að ræða.  Þá er sú tilraun flokksins að aðgreina sig frá auðhringjunum og útrásarvíkingunum fyrir bí.

Að lokum vil ég segja það að lofa því að hækka ekki skatta eftir kosningar, eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir nú er argasta hræsni og ber vott um það að flokkurinn trúir því í rauninni ekki að hann fari í stjórn eftir kosningar.  Það er alveg sama hvaða flokkar verða í stjórn eftir konsningar, einhverjir skattar verða hækkaðir, það er óhjákvæmilegt!


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er rétt, að það er ábyrgðarlaus málflutningur að segjast ekki munu hækka skatta. Hvernig á þá að ná endum saman.  Mér finnst líka ábyrgðarlaus málflutningur að ætla að verja velferðarkerfið, en vilja samt ekki hafa hagkerfi landsins opið. Núna erum við að missa úr landi sprotafyrirtæki, til dæmis á sviði hugbúnaðargerðar. Verðmæt störf tapast.

Jón Halldór Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband