Færsluflokkur: Íþróttir
Er í skýjunum með þessi úrstlit, ég hélt að sjálfsögðu með Spánverjum, sem spila frábæran fótbolta og hafa fjóra Liverpoolmenn í liðinu!
Spánverjarnir voru miklu betri í leiknum og hefðu hæglega getað unnið leikinn 3 eða 4 núll. Þá var það auðvitað enginn annar en Fernando Torres sem skoraði sigurmarkið. Hann er að mínu mati besti framherji heims í dag og ekki spillir það gleðinni að hann spilar með mínu liði, Liverpool!
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 30.6.2008 | 01:04 (breytt kl. 01:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er enn í skýjunum eftir frábæran leik minna manna í Liverpool. Fyrirfram bjóst ég við að þessi leikur gæti farið á hvorn vegin sem er, sem að kom reyndar á daginn. Arsenal spiluðu að miklum krafti og komust yfir 0-1 á 14. mínútu. Mínir menn jöfnuðu síðan á 30. mínútu eftir að Gerrard gaf frábæra sendingu inn í vítateig og Sami Hyypia skoraði með frábærum skalla. Liverpool komst svo yfir eftir frábært mark frá Torres (hverjum öðrum) 1-2. Eftir þetta mark slökknaði bara hreinlega á Arsenal liðunu og mínir menn áttu t.a.m. alveg seinni hálfleik. Þarna hélt ég að leikurinn væri unnin, mínir menn myndu bara pakka í vörn og halda frengnum hlut, en nei dramatíkin hélt áfram og Arsenal jafnaði á 83. mínútu 2-2, þá hætti mér að lítast á blikuna en ég gat tekið gleði mína á ný aðeins 1 mínútu síðar þegar, mínir menn fengu vítaspynu (Arsenalmenn voru ennþá að fagna markinu)! Og hver annar er Steven Gerrard kom Liverpool yfir úr vítaspynunni 3-2! Ryan Babel tryggði síðan endanlega sigur minna manna á 89. mínútu 4-2!! Ég hef sagt það áður að ég hef trú á að mínir menn komist alla leið í úrslitaleikinn og ítreka það hér, Chelsea hefur ekki verið nein hindrun fyrir Liverpool í meistaradeildinni fram að þessu. Drauma úrslitaleikurinn minn er Liverpool vs. Manchester United, þar sem okkur gefst kjörið tækifæri á að hefna fyrir ófarirnar á páskunum á erkifjendunum. |
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 8.4.2008 | 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég ætlaði varla að þora að horfa á Liverpool taka á móti sterkasta liði Ítalíu, Inter Mílanó, af ótta við að ógæfan héldi áfram, en ég hugsaði með mér að Liverpool hefur reyndar oft spilað eins og tvö ólík lið eftir því hvort þeir eru að spila heima í úrvalsdeildinni eða í meistaradeildinni. Það reyndist síðan vera staðreyndin, þeir voru mun sterkari en Mílan liðið og unnu verðskuldaðan sigur!
Þar sem mínir menn eru nú úr leik í báðum bikarkeppnunum og baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þá er Meistaradeildin eini möguleiki þeirra á titli. Ég hef veika von um að þeir taki sig því saman í andlitinu og sigri hana!
Liverpool sigraði Inter 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 20.2.2008 | 01:18 (breytt kl. 01:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er rétt að byrja að ná mér niður eftir þetta áfall. Barnsley hreinlega stal á síðustu mínútu leiksins, eftir að mínir menn höfðu leikið þá sundur og saman og gert stórhríð að marki Barnsley. Úrslitin voru vægast sagt ósanngjörn. En mér finnst hins vegar Rafael Benítes bera ansi mikla sök á því hvernig fór, fyrst fyrir að hafa hvorki Gerrard né Torres í byrjunarliðinu og síðan með því að skipta Keitel inná fyrir Babel, sem hafði verið frábær í leiknum og oft nálægt því að skora. Hann verðskuladar að vera tekinn á teppið. Ég er alltaf að hallast meira og meira að því að tími sé kominn að stjóraskiptum hjá Liverpool. Ég held að Benítes sé búinn að gera það sem hann getur gert fyrir liðið. Þegar að sigurmark Barnsley kom, öskraði ég: ,,neeeeeei" og barði í borðið og heimilisfólkið horfði á mig í forundran. Ég hreinlega gat ekki leynt vonbrigðum mínum. En nú er bara að spíta í lófana og reyna að standa sig þá að minnsta kosti í Meistaradeildinni. You never walk alone. |
Liverpool úr leik í bikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 16.2.2008 | 17:18 (breytt kl. 17:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Crouch ánægður með þrennuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 1.4.2007 | 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Horfði á leikinn á Sýn. Fyrri hálfleikur var frábær hjá okkar mönnum gegn þessu firnasterka liði. Í seinni hálfleik var þetta hins vegar nánast einstefna af hálfu Spánverja og í mínum huga bara tímaspursmál hvenær þeir myndu skora.
Strákarnir börðust hins vegar hetjulega og héldu ótrúlega lengi jöfnu. Besti maður íslenska liðsins var án efa markvörðurinn okkar, Árni Gautur. Nú er bara að bíta á jaxlinn og gera betur næst!
Spánverjar sigruðu Íslendinga 1:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 29.3.2007 | 00:20 (breytt kl. 00:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mínir menn í Liverpool voru mjög heppnir með dráttinn í 8 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu, en þeir mæta PSV Eindhofen. Þeir verða að sjálfsögðu að varast vanmat en ég hef fulla trú á því að þeir komist áfram í fjögurra liða úsrslitin. Þá eiga mínir menn hæglega að geta unnið bæði Chelsea og Man. United í framhaldinu. Þeir unnu jú Chelsea í síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni og voru miklu betri en Man. United í síðasta leik, þó að United tækist að ,,stela" sigrinum á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Aldrei gleyma stórveldinu Liverpool! Í ár fara þeir a.m.k. í úrslitaleikinn, ég er í það minnsta illa svikin ef svo verður ekki! Áfram Liverpool!
Chelsea og Manchester United sigurstranglegust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 10.3.2007 | 02:03 (breytt 11.3.2007 kl. 00:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mínir menn í Liverpool verðskulda það fyllilega að vera komnir í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði yfirburði í fyrri hálfleik og staðan hefði hæglega geta verið 3-0 þegar hann var flautaður af. Seinni hálfleikurinn var hins vegar aðeins erfiðari. Gaman var að sjá Eið skora fyrir Barcelona á 75 mínútu þó það væri gegn mínu liði. En mínúturnar eftir markið voru hins vegar mjög taugatrekkjandi! En Liverpool vann verðskuldaðan sigur úr þessum tveimur viðureignum. Nú fara mínir menn alla leið og enturtaka leikinn frá 2005! Til hamingju Púllarar!
Sigurmark Eiðs Smára ekki nóg fyrir Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 7.3.2007 | 00:33 (breytt 11.3.2007 kl. 00:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mínir menn í Liverpool unnu frábæran sigur á Barcelona í kvöld (1-2). Það voru engir aðrir en sá sem beitti golfkylfunni og sá sem varð fyrir henni sem skoruðu! Bellami og Riise. Skemmtileg tilviljun. Áttum þennan sigur virkilega skilið. Seinni leikurinn gegn Barcelona verður því auðveldur fyrir mína menn, svo förum við alla leið og endurtökum leikinn frá 2005!
Frækinn sigur Liverpool á Camp Nou | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 21.2.2007 | 23:55 (breytt 1.3.2007 kl. 15:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór á Players í hádeginu og horfði á mína menn í Liverpool taka Chelsea í bakaríið 2-0. Virkilega skemmtilegur leikur, en mörkin skoruðu Dirk Kuyt á 4. mínútu og Jermaine Pennant á 18. nínútu. Virkilega sætur sigur þar sem að Chelsea komst ekkert áfram gegn sterku liði Liverpool. Mörkin tvö voru glæsileg sérstaklega síðara markið sem fór í þverslána og inn. Þá er bara að vona að Arsenal og Man. United geri jaftefli á morgun eða að Arsenal vinni.
Íþróttir | 20.1.2007 | 18:17 (breytt 1.3.2007 kl. 15:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar