Færsluflokkur: Enski boltinn

GLÆSILEGT!! Er í skýjunum með þetta! Tvöföld ánægja í dag.

Ef að mínir menn spiluðu svona í hverjum leik, þá væri gaman að lifa, það var bara eitt lið á vellinum og það bæði fyrir og eftirr brottrekstur Franks Lamparts.  Ef við höldum áfram á þessari braut þá hömpum við titlinum eftir 18 ára bið!  Sama bið og hjá VG!

En ég fagna því einnig að í dag tók ný ríkisstjórn við völdum og fyrsta konan sem forsætisráðherra Íslands orðin staðreynd en meira um þau mál síðar.


mbl.is Torres tryggði Liverpool sigur á Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær sigur, frábær dagur í enska boltanum.

Robbie Keane er hér að leika Scott Carson markvörð WBA og...WBA átti aldrei séns gegn firnasterkum púllurum.  Þá var það hreint út sagt frábært að Robbie Keane skyldi loksins skora í deildinni.  Ég var satt að segja farinn að hafa smá áhyggjur af Keane.  En vonandi er hann mættur til leiks af krafti! Mínir menn eru á mikilli siglingu og ekki versnar staðan þegar Torres er komin aftur í gang.

Þá var það nú síður en svo til að spilla deginum að Man U skyldi tapa fyrir Arsenal.  Alltaf ánægjulegt þegar þeir tapaDevil.


mbl.is Keane með tvö mörk í sigri Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt. Ár Liverpool!

Ég þorði nú ekki að búast við sigri, en vissulega vonaði maður og trúði!  Það er ótrúlegur karakter í Liverpoolliðinu í dag og kraftur.  Ég er farinn að hallast að því að Benitez sé virkilega farin að skila sínu fyrir liðið. 

Þá finnst mér það mjög góðs viti og merkilegt að Liverpool hefur nú unnið bæði Man U og Chelsea án síns langbesta manns, Fernando Torres.  Ekkert nema gott um það að segja.  Ég spái mínum mönnum Englandsmeistaratitlinum í ár, þá tökum við FA bikarinn og gott ef ekki meistaradeildina líka.  En allavega þá verður þetta tímabil, tímabil Liverpool.  Til hamingju púllarar!

 


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vera púllari í dag!

Glæsilegur leikur hjá mínum mönnum.  Everton menn áttu ekkert í leiknum þó að þeir væru á heimavelli og það er ekki að spyrja að Fernado Torres, þegar hann fer í gang!  Kean virðist líka vera að koma til og bara tímaspursmál, hvenær hann fer að skora mörk.  Hann átti t.d. frábæra fyrirgjöf á Torres sem endaði með marki (fyrra markið). 

Gamla góða stórveldið er að vakna og mun gera harða atlögu að englandsmeistaratitlinum.  Ég spái því að Chelsea verði helsta hindrun okkar í að ná því marki, þeir eru ekki árennilegir um þessar mundir, verður spennandi að sjá viðureignir þessara liða.  Hef það á tilfinningunni að United muni ekki ná sínum fyrri styrk á þessu tímabili og muni ekki blanda sér í toppbaráttuna.

Í dag er gaman að vera púllari!

Fernando Torres og Robbie Keane fagna saman marki þess...


mbl.is Torres skaut Liverpool á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líst vel á kappann!

Mér líst bara nokkuð vel á þetta, held að hann og Torres eigi eftir að verða góðir saman í framlínunni.  Hann er svo sem ekkert unglamb lengur, en eins og allir vita, sem fylgjast með boltanum, teljast menn vera orðnir gamlir þegar þeir eru komnir fast að þrítugu.

Ég hef það mjög sterkt á tilfiningunni að Liverpool landi Englandsmeistaratitlinum þetta árið eftir langa og erfiða bið (18 ár).  Gott ef við tökum ekki meistaradeildina líka!  Áfram Liverpool!


mbl.is Keane búinn í læknisskoðun hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband