Samfylking í vondum málum? Tek niðurstöðunum með fyrirvara.

Samkvæmt þessari fyrstu skoðanakönnun Blaðsins er Samfylkingin í slæmum málum, frjálslyndir að hverfa, Sjálfstæðisflokkurinn 8% hærri en í síðustu könnun Gallup og VG orðnir stærri en Samfylkingin! Þá heldur ríkisstjórnin velli skv. þessari könnun.

Ef niðurstöðurnar yrðu þessar væru það mikil vonbrigði, en ég hef satt að segja ekki mikla trú á þessarri könnun, of miklar sveiflur miðað við könnun Gallup sem að hefur sýnt sig vera mjög áreiðanleg. Svarhlutfall var að vísu mjög gott eða 88% en 47% eru óákveðnir eða neita að svara.

En Samfylkingin verður að taka undanförnum könnunum sem alvalegri áminningu og grípa til varna. Ég hallast helst að því mikið tal minna manna um upptöku evru og ókosti krónununar (sem ég er alveg sammála) hafi ekki farið vel í þjóðina. En allavega, þá verðum við að kryfja þetta til mergjar.


mbl.is Samfylkingin með minna fylgi en VG og ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þegar samfylkingin er orðinn  þriðji minnsti flokkurinn snéri ISG. vörn í sókn og virðist vera búinn að taka upp stefnuskrá vinstri grænna og gera að sinni.  Hún gæti pófað að bæta við hana stefnu frjálslyndra, Margrét Sverrissdóttir á eintak sem hún er hætt að nota

kv Samúel

samúel Sigurjónnso (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ekki lengur, ekki lengur!  Var ekkert verið að breyta um stefnu, einugis ítreka það sem komi hafði fram í stefnu Samfylkingarinnar, Fagra Ísland.  Höfum engan áhuga á stefnu Frjálslyndara

Egill Rúnar Sigurðsson, 13.2.2007 kl. 01:03

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég hugsa að stefna Frjálslyndra standi lengur en stefna Samfylkingarinnar, þeir virðist breyta um stefnu dag frá degi svona eftir því hvort þetta heppnist fyrir skoðanakannanirnar!

Óttarr Makuch, 15.2.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband