Loksins eitthvað vitrænt frá framsóknarmönnum.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og  skv. síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins annar af tveimur þingmönnum Framsóknarflokksins eftir kosningar, hefur lýst því yfir að hún vilji að Framsókn myndi áfram ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar í vor nái hún meirihluta. Hinn þingmaðurinn yrði líklega Guðni Ágústsson, mjög samstæður þingflokkur eða hitt þó heldur!

Ég hreinlega skil ekki hvað framsóknarmenn hafa verið að hugsa, eða hvort þeir hugsi yfirleitt.  Flokkurinn er að deyja drottni sínum og þeir skilja ekkert hvers vegna, berja hausnum við steininn.  Ég er hins vegar ekki í nokkrum vafa um ástæðuna, ,,vinstra fylgið" eða félagshyggjufylgið sem að flokkurinn hafði ávallt þó nokkuð af er farið! Það kemur ekki aftur nema Framsókn hætti að verða undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum  og fari að ,,brosa til vinstri".  Veit svo sem ekki hvort það myndi hjálpa þeim neitt úr þessu og ekki mitt markmið að reyna að bjarga þeim!  Það er auðvitað miklu meira að hjá flokknum en þetta, en þetta er höfuðástæðan fyrir slöku gengi þeirra.

Framsóknarmenn í Skagafirði vilja s.s. ekki berja höfðinu við steininn legur og fara að viðurkenna staðreyndir.  Þeir sjá þá einu von fyrir sinn flokk að viðurkenna að flokkurinn er orðinn b deild í Sjálfstæðisflokknum.  Eða eins og ég hef áður sagt í bloggi mínu, ef þú kýst Framsókn þá færðu Sjálfstæðisflokk með og öfugt 2 fyrir 1!


mbl.is Vilja ekki að Framsóknarflokkur myndi áfram stjórn með Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Þessi 2 fyrir 1 brandari fer nú að vera svolítið þreyttur Egill !

Óttarr Makuch, 12.2.2007 kl. 19:25

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ha, ha, ha!  Ég er ennþá að hlæja!

Egill Rúnar Sigurðsson, 12.2.2007 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband