Í viðtali við Egil Helgason í silfrinu kvaðst Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafa gert rétt að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin svokölluðu. Atburðarrásin eftir synjunina hefði líka sýnt það að svo hefði verið.
Þarna er ég fullkomlega sammála Forsetanum. Komið hefur á daginn að þær hrakspár sem hafðar voru uppi um að ein fjölmiðlasamsteypa (365) væri á góðri leið með að sölsa undir sig alla fjölmiðlun í landinu reyndist svo sannarlega ekki á rökum reyst. Í raun hefur samkeppnin og fjölbreytileikinn í íslenskum fjölmiðlaheimi aldrei verið meiri. Til hefur orðið nýtt fríblað, Blaðið, sem hefur náð góðri útbreyðslu, og enn eitt blaðið, Kronikan, var einnig að koma út svo eitthvað sé nefnt.
Þá var ég hjartanlega sammála Forsetanum um að það hafi verið miður að málið skyldi ekki fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Hefði verið eðlilegra mál að sjá hver vilji þjóðarinnar væri eða hefði verið í þessu stórmáli og í samræmi við stjórnarskrána. Ég tel reyndar að Stjórnvöld hafi ekki þorað með málið í þjóðaratkvæðagreiðslu að ótta við að bíða auðmýkjandi ,,ósigur". Enda sýndu skoðanakannanir á þessum tíma að 80% þjóðarinnar voru á móti fjölmiðlafrumvarpinu og 70% landsmanna vildu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Öll framkoma ríkisstjórnarinnar í þessu máli var að mínu mati gerræðisleg og full ástæða til að rifja hana rækilega upp í komandi kosningabaráttu! Hvað synjunarvald forseta áhrærir, þá er ég ekki í vafa um að mikill meirihluti þjóðarinnar vill hafa synjunarvaldið áfram og telur að það eigi að vera á valdi forseta að beita því. Úrtöluraddir ýmissa ,,lagaspekinga" um að stjórnarskráin segi eitthvað annað eru að mínu mati fáránlegar og komu fyrst upp í seinni tíð.
Forseti kveðst hafa gert rétt með því að hafna lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | 19.2.2007 | 16:06 (breytt 1.3.2007 kl. 15:32) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ástæðan fyrir því að flestir en ekki alveg allir fræðimenn töldu óheimillt fyrir forseta að beita neitunarvaldi voru þessar:
Við lagatúlkun verður að líta til sögu ákvæðis. Það einkennir stjórnarskrár þingræðislanda að æðstu menn þjóðanna - yfirleitt konungar - hafa mikil völd samkvæmt orðanna hljóðann en fyrir baráttu fyrir þingræði er það talin viðurkennd stjórnlagavenja að völdin eru aðeins táknræn.
Stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins er orðrétt sú sama og stjórnarskrá konungsríkisins Ísland með smá breytingum þar sem orðið konungur víkur fyrir forseta og hann er þjóðkjörinn í stað erfðaákvæða. Við gerð stjórnarskrárinnar þá óttuðust menn að Sveinn Björnsson sem hafði verið Pólitíkus mundi misskilja ákvæði um neitunarvald sem hafði verið í eldri stjórnarskrá og var aðeins táknrænt skv. ofangreindri hefð yrði notað og var það því takmarkað enn fremur. Slík forsaga hefur áhrif á túlkun ákvæðisins því við slíka túlkun er farið í saumana á því hvað hafi verið vilji löggjafans.
Þeir sem eru ósammála þesu hafa haft uppi hugmyndir sem ekki byggjast á venjulegum lögsskýringarreglum heldur frekar að einhver nauðsyn geri það að verkum að í algjöru neyðarástandi í þjóðfélaginu, valdaráni eða því um líku þá geti forseti beitt þessu. Um slíkt var ekki að ræða.
Jón Sigurgeirsson , 19.2.2007 kl. 23:54
Ég er ekki lögfræðimenntaður þó ég hafi verið setið 1. árið og m.a. sótt almenna lögfræði hjá Sigurði Líndal og fleirum og Stjórnskipunarrétt hjá Gunnari Scram þannig að ég ætla ekki að fara út í eitthvað lagalegt debatt um þetta. En sama hvað menn segja þá er það a.m.k. skoðun meirihluta þjóðarinnar að Forsetinn hafi þetta synjunarvald og fulla heimild til að beita því með þeim hætti sem hann gerði og við breytingu á stjórnarskrá verður aldrei sátt um annað en að forsetinn hafi þetta vald. En það er auðvitað það sem þarf að gera til að taka af allann vafa í þessum efnum, það er að þetta verið óumdeilt í breyttri stjórnarskrá.
Egill Rúnar Sigurðsson, 20.2.2007 kl. 00:35
Stjórnskipunarlögum verður ekki breytt með skoðunarkönnun. Hins vegar ert þú að tjá þig um gerðir óRG þar sem umfjöllunarefnið er yfirlýsingar hans þar sem hann sagði; Það er mikill misskilningur að forsætisráðuneytið lúti boðvaldi ráðherra sé eins konar deild í ráðuneyti. Það er miklu fremur að ráðuneytin séu deild í forsætisráðuneytinu. Þessi orð eru það sem ég tel alvarlegast af hans gerðum. Ég er að vísu á því að hann hafi ekki haft synjunarvald en viðurkenni að það er umdeilt meðal fræðimanna. ÓRG hefur rökstutt gerðir sínar vel þ.e. að um tómarúm hafi verið að ræða í mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar og rétt hafi verið að láta þjóðina taka á því máli. Hins vegar eru skoðanir hans um valdsvið forseta algjörlega á skjön við þingræðisregluna sem náði fram að ganga í baráttu þings við konung (sama og forseta) og þingið vann. Völdin fóru alveg frá konungi til þingsins. Það eru ekki tvær ríkisstjórnir í þingræðislöndum. Forseti Íslands hefur nákvæmlega sömu stöðu skv. stjórnarskrá og Danakonungur hafði. Honum er óheimilt að taka þátt í pólitískum hreyfingum erlendis án samráðs við utanríkisráðuneytið og ráðgjöf við ríkisstjórn annars lands hlýtur að teljast pólitísk. Með gaspri sínu grefur stjórnskipuninni og á grundvelli virðingar sem hann hefur fengið hjá sakleysingja eins og þér fyrir fræðistörf og vegna stöðu sinnar sem forseti afvegaleiðir hann menn sem síðan eiga að taka ákvörðun með atkvæði sínu um stjórnarskrá
Jón Sigurgeirsson , 20.2.2007 kl. 21:13
Eftir að ég gerði athugasemd hér að ofan hef ég lesið um forseta Íslands í stjórnskipunarrétti Gunnars Schram. Það er fjallað annars vegar um skoðanir sem voru aðallega kenndar þegar ég lærði stjórnskipunarrétt og hins vegar nýstárlegar kenningar Sigurðar Líndals. Ég sé að þú segir rétt frá þegar þú vitnar til hans um heimildir forseta til þess að synja lögum. Þór Viljhjálmsson hefur öndverðar skoðanir og meira í líkingu við það sem ég hef reifað þó alltaf með þeim fyrirvara að þær væru umdeildar.
Sigurður heldur því fram að hugmyndir manna um forseta hafi verið aðrar en um konung þó það komi ekki fram í stjórnarskránni. Þetta þyrfti ég að rannsaka í Alþingistíðindum og athuga hvort satt sé. Hann segir þó eingöngu að hlutverk forseta umfram konung hafi verið að vera "öryggisventill" jafnvel þó tekið sé tillit til þess þá er augljóst að það geta ekki verið tvær utanríkisstefnur hér á landi og forseti er bundinn af þingræðinu hvað það varðar. Þá tekur Sigurður það fram að forseti verði að beita valdi sínu af miklu hófi.
Jón Sigurgeirsson , 21.2.2007 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.