Fyrsta banaslysið á árinu.

Það er alltaf jafn sárt þegar maður heyrir af banaslysum í umferðinni sem annarsstaðar.  Því miður voru það ekki nema tveir mánuðir sem við fengum að upplifa án banaslysa í umferðinni að þessu sinni.

Ég votta aðstandendum mannsins samúðar og vona svo innilega að við munum taka okkur verulega á í umferðaröryggismálum og fækka og helst útrýma banaslysum í umferðinni.


mbl.is Banaslys í Hörgárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er sammála þessu og votta aðstandendum samúð mína.

ég hef oft velt því fyrir mér hvort við ættum að gera skyrslur rannsóknarnefndar umferðaslysa aðgengilegri og birta þær jafnvel opinberlega því að mér finnst að raunverulegar orsakir slysa komi oft ekki fram í fréttum sennilega til að hlífa aðstandendum eða að fjölmiðlar hafi ekki lengur áhuga þegar rannsókninni líkur ég held að þetta væri gott innlegg í forvarnir og miða þá við reynslu mína af skýrslum rannsóknarnefndar sjóslysa.

gaman  væri að fá skoðun ökukennarans á þessu.

samúel sigurjónsson

samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Fullkomlega sammála þér í þessu Samúel. Mættum gera skýrslur rannsóknanefndar umferðarslysa aðgengilegri og fjalla meira um þær í fjölmiðlum. Ég hef sagt að við ættum að geta lært mikið frá starfi bæði rannsóknarnefndar sjóslysa og að ég tali nú ekki um flugslysa.  Þar er virkilega tekið á málum, sem því miður ekki ekki gert þegar að umferðarmálunum kemur.

Egill Rúnar Sigurðsson, 5.3.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband