Ófyrirgefanleg hegðun!

Svona hegðun er algerlega ófyrirgefanleg og fyllir mann ósjálfrátt mikilli reiði.  Það er í raun erfitt að skilja svona framkomu.  Maður gæti best haldið að manneskja sem hagar sér svona sé gjörsneidd mannlegum tilfinningum eða hreinlega siðblind með öllu. 

Ég vil þó leyfa mér að vona að svo sé ekki og viðkomandi gefi sig fram.  Sannleikurinn er sagna bestur.  Fólk með svona hluti á samviskunni sefur varla vel á nóttinni.


mbl.is Ók á 8 ára dreng og fór af vettvangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Vonandi bara tæknileg mistök hjá bílstjóranum að hafa ekki stoppað

Rúnar Haukur Ingimarsson, 6.3.2007 kl. 01:52

2 identicon

þó ég þekki ekki þetta atvik finnst mér óafsakanlegt að aka bara í burtu því með því ertu að sega að þú hafir eitthvað að fela. Öll svona atvik verður að tilkynna til lögreglu þó að viðkomandi segist ekki hafa meitt sig. Það eru eðlileg viðbrögð hjá barni sem er brugðið og hrætt að reyna að harka af sér og hlaupa í burtu það sama getur einnig átt við um ökumenn, en við megum samt ekki gleyma skyldum okkar öll svona atvik verður að tilkynna, sama hversu lítil þau virðast í upphafi.

Samúel Sigurjónsson

samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband