Í hádegisviðtalinu á Stöð 2, við Árna Mathiesen frjármálaráðherra, kom fram að hann vill áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og bætist Árni þar með í hóp þeirra stjórnarliða sem hafa lýst þessu afdráttarlaust yfir. Áður höfðu t.a.m. Halldór Blöndal og Valgerður Sverrisdóttir gert slíkt hið sama. þá hefur formaður flokksins gefið það sterkt í skyn að engin ástæða sé til annars en að halda samstarfinu áfram fái flokkarnir til þess meirihluta.
Þetta staðfestir það sem ég hef áður sagt í bloggi mínu, að ef þú kýst Framsókn þá færðu Sjálfstæðisflokk og öfugt, ef þú kýst Sjálfstæðisflokk þá færð þú Framsókn. Minnir mig reyndar á ummæli nafna míns Helgasonar: ,,Alveg sama hvað þú kýst þú endar alltaf með því að kjósa Finn Ingólfsson"! Ég hef talað um 2 fyrir 1 í þessu sambandi og sumir hafa kallað það lélegan brandara, en er það svo? Ég held ekki. Þannig að kjósandi góður, ef þú villt ekki áframhaldandi stjórn kýstu hvorugan þessara flokka.
Eins og marka má af þessum skoðunum mínum er það ljóst að ég tel það ekki klókt hjá þessum flokkum að líma sig svona hvor við annan en ég sem pólitískur andstæðingur þeirra hlít að fagna þessu og alltaf betra að fá skýrari vígalínur í pólitíkina. Ég hef lengi sagt að til bóta væri að fólk vissi nokkurn veginn hvernig ríkisstjórn það væri að kjósa.
Hvað vilja Sjálfstæðismanna til áframhaldandi stjórnarsamstarfs við Framsókn varðar þá er vissulega ekki einhugur um það þó að fylgismenn þess hafi yfirhöndina. Ég þekki nokkra Sjálfstæðismenn sem ekki vilja áframhaldandi samstarf við Framsókn, spurning hvað þeir eru margir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.3.2007 | 09:52 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En eru kostirnir betri? Ef þú kýst t.d. Samfó færðu VG, og öfugt.
Hitt er þó skárri kostur!
Snorri Bergz, 6.3.2007 kl. 10:05
Það er alls ekki gefið að Samfylkingin og VG starfi saman eftir kosningar, það ræðst af úrslitum kosninganna. Samfylkingin gengur óbundin til kosninga fyrir utan það að ákveðið hefur verið að stjórnarandstöðuflokkarnir tali saman fyrst ef þeir ná meirihluta. Mér þykir þó ekki ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að Samfylkingin fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum miðað við skoðanakannanir og stöðuna í stjórnmálunum nú. Það er að segja ef ríkisstjórnin missir meirihlutann, annars heldur hún áfram. Ég er þó sannfærður um það að ef Samfylking og VG ná meirihluta tveir, þá munu þeir mynda ríkisstjórn.
Egill Rúnar Sigurðsson, 6.3.2007 kl. 11:25
Auðvitað vilja ráðherrar sjálfstæðisflokksins áframhaldandi samstarf við framsókn því í núverandi samstarfi eru framsóknar menn alltaf skammaðir ef illa gengur en mínum mönnum þakkað það sem vel er gert
samúel
Samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 11:39
"mínum mönnum" Samúel! Ég heyrði ekki betur um daginn en að þú ætlaðir ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni, þar sem þú værir svo óánægður með margt, eins og einkavæðingu bankana, vaxandi ójöfnuð o.s.frv.! Hefur það breyst?
Egill Rúnar Sigurðsson, 6.3.2007 kl. 12:44
Málið er, að það ganga allir óbundnir til kosninga. Svo einfalt er það. En kaffibandalagsmenn hafa lagt áherslu á, að þeir kjósi fyrst að ræða innbyrðis við stjórnarandstöðuna, rétt eins og D og B ætla að ræða saman fyrst, haldi stjórnin velli.
Þannig að málin þurfa að vera athuguð í því samhengi, ekki bara að það séu 2 fyrir 1 á stjórnarflokkana, heldur einnig á stjórnarandstöðuna, nema þar eru kannski 3 fyrir 1?
Snorri Bergz, 6.3.2007 kl. 12:53
Það er rétt Egill að ég er ekki hrifinn af því hvernig einkavæðing bankana fór fram og að ég er ekki alltaf sammála "mínum mönnum" t.d. lækkun virðisaukans er arfavitlaus því hún kemur neytendum ekki að neinum notum. það hefði hinsvegar átt að fella niður tolla og gjöld á tækjum og öðrum nauðsynjum til innlendrar framleiðslu og reyna þannig að lækka vöruverð.
Hinns vegar held eg, að flest sé skárra en ríkisstjórn sf og vg því að þessir flokkar hafa mér vitanlega ekki komið fram með neitt annað en að koma ríksstjórninni frá og vera á móti öllu sem gert er hvort sem það er gott eða slæmt og fyrsta svar Steingríms og Ingibjargar við spurningum fréttamanna er: það er ríkisstjórninni að kenna.
Samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.