Merkingarlaust ákvæði er niðurstaðan.

ÖssurÞað er auðvitað alveg rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni að stjórnarflokkarnir gerðu stjórnarskrána að pólitísku bitbeini í illdeilum sín á milli.  Þar með braut hún þær hefðbundnu samskiptareglur sem verið hafa við lýði þegar jafn mikilvægt plagg og Stjórnarskrá Íslenska Lýðveldisins er annars vegar.  Stjórnarskráin á auðvitað að vera hafin yfir flokkspólitísk átök!

Hver er svo niðurstaðan af öllu þessu sjónarspili og upphlaupum Framsóknarmanna, jú merkingarlaust ákvæði í stjórnarskrá, sem Sjáfstæðismenn sjálfir viðurkenna að sé einmitt það, merkingarlaust!  Sjálfstæðismenn gerðu það sem sagt fyrir Framsóknarmenn, til að koma í veg fyrir að vera hent út úr ríkisstjórn að setja merkingarlaust ákvæði um ,,auðlindir í þjóðareign" í stjórnarskránna! 

Merkingarleysi auðlindaákvæðisins kemur m.a. fram í texta formannana um að þetta eigi ekki að geta haggað afnotaréttindum, t.d. fiskveiðum á grundvelli veiðiheimilda þ.a. í raun breytist ekki neitt!  Þvílík sýndarmennska og vitleysa.


mbl.is Össur: Stjórnarskráin pólitískt bitbein stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta algjör brandari því þetta er 20 árum of seint með tilliti til kvótakerfisins því allur veiðiréttur er veðsettur upp í fjallstoppa.  En hvað eru auðlindir? Eru laxveiði, dúntekja, vatnsorka, varmaorka,hreindýraveiðar fjallagrasatínsla ásamt fleiru ekki auðlindir

Samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband