Eykur möguleika stjórnarinnar á að halda velli!

Forsvarsmenn Íslandshreyfingarinnar á blaðamannafundi í dag.Óska Ómari og Margréti til hamingju með flokkinn og formanns og varaformannsembættin.  Ég er hins vegar ansi hræddur um að þau munu fyrst og fremst taka fylgi frá þeim sem eru umhverfisverndarsinnar og andstæðingar ríkisstjórnarinnar, einkum VG og hugsanlega einnig frá Samfylkingunni, enda eru boðaðar áherslur þeirra í miklum samhljómi við stefnu hennar.  Ég óttast að mörg atkvæði umverfis og náttúruverndarsinna muni falla dauð.  Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér.  Hef reyndar ekki trú á því að þau munu ná nema í mesta lagi 5-7% fylgi í kosningunum, líklegra að fylgið verði 3-5%.


mbl.is Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband