VG upp Sjálfstæðisflokkur niður.

Mynd 424163VG er enn á uppleið, fengi 27,6% atkvæða og 17 Þingmenn! Ef flokkurinn fær þetta fylgi í kosningum yrði það einn stærsti kosningasigur sem nokkur flokkur hefur unnið á Íslandi.  Svo virðist sem íslendingar hafi tekið mikla "vinstirbeygju".  Fólk á vinstri væng stjórnmálana virðist þannig vera að hafna frjálslyndum viðhorfum jafnaðarmanna, svo sem afnámi verndartolla í landbúnaði, umsókn um  aðild að Evrópusambandinu og áherslu á frjálsa samkeppni svo eitthvað sé nefnt.  Líklegasta skýringin á þessu mikla fylgi VG eru umhverfismálin og þar eru þeir auðvitað sterkir og sannarlega á réttri línu.

Hvað aðra flokka varðar, hefði ég haldið að Framsóknarflokkurinn myndi frekar fara niður í fylgi en upp (fær 8,6%) eftir fullkomna sneypuför í auðlindamálinu, þar sem niðurlæging þeirra varð alger.  Sjálfstæðisflokkurinn tapar eðlilega fylgi þar sem að hann kemur sér algerlega undan því að taka afstöðu í þeim málum sem heitast brenna á þjóðinni, svo sem umhverfis og stóriðjumálum, verðlags og efnahagsmálum og velferðarmálum svo eitthvað sé nefnt, enda eins og gárúngarnir segja; "ég er nú svo ópólitískur að ég kýs bara Sjálfstæðisflokkinn"!

Flokkurinn minn, frjálslyndi jafnaðarmannaflokkurinn, Samfylkingin, hefur því miður ástæðu til að hafa áhyggjur, fær ekki nema 19.7% fylgi.  Ég er auðvitað mjög óhress með það að frjálslynd viðhorf skuli ekki njóta meira fylgis, en það er einfaldlega þannig að ef VG fer upp þá fer Samfylking niður og öfugt.  Samfylkingin virðist þó fyrst og  fremst vera að tapa kvennafylginu yfir til vinstri grænna, sem skítur svolítið skökku við, þar sem Samfylkingin hefur í forystu öfluga stjórnmálakonu sem hefur sýnt það bæði í orði og verki að hún lætur sig jafnréttismál miklu varða.

Það sem er hins vegar athyglisverðast við þessa könnun sem margar fyrri kannanir og er jákvætt, er í fyrsta lagi að ríkisstjórninn er kolfallin og í annan stað að vinstri flokkarnir tveir Samfylking og VG hafa samanlagt 47,3% fylgi og eru nálægt því að ná hreinum meirihluta saman.


mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Athyglisverðasti punkturinn hjá þér í þessari samantekt finnst mér vera

"þar sem Samfylkingin hefur í forystu öfluga stjórnmálakonu sem hefur sýnt það bæði í orði og verki að hún lætur sig jafnréttismál miklu varða"

Þessi ágæta kona hefur oft nefnt að konur séu svo skynsamar og hafi ábyrgar skoðanir - er það ekki akkúrat málið.

Ég held að stærsta vandamálið ykkar er einmitt formaður flokksins þar sem hún hefur sagt oftar en einu sinni að "flokkurinn skipi vonlausan þingflokk" sem því miður breyttist lítið sem ekkert í prófkjöri flokksins um land allt, hún er því að eigin sögn að fara fram með vonlausu fólki.  Hvernig getur formaður orðið góður leiðtogi ef hún hefur ekki meira álit á samflokksfólki sínu?

Óttarr Makuch, 23.3.2007 kl. 14:45

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Enn eruð þið, ansdstæðingar ISG að halda þessari vitleysu til streytu!  Hún sagði aldrei að þingflokkurinn væri vonlaus og hún sagði aldrei að hún treysti ekki þingflokknum, hún sagði að þjóðin hafi ekki treyst þingflokknum fram að þessu, en nú yrði breyting á.  Það að hún hafi ekki álit á sínu fólki er því tómt bull og útúrsnúningur.  Hins vegar voru þessi ummæli hennar frekar óheppileg, einmitt í þessu ljósi, það var vitað mál að reynt yrði að snúa út úr þeim.

Egill Rúnar Sigurðsson, 23.3.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Mér finnst þetta vera góð og heiðarleg hugrenning um þessa könnun. Þú hefur kjark til að segja að flokkurinn þinn hafi ástæðu til að hafa áhyggjur. Ég held að það sé mikið til í þessu með samtengingu fylgis VG og Sf. en ég hefði talið að þetta sé það næsta sem þessir flokkar komast því að ná meirihluta.

Ragnar Bjarnason, 23.3.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Óttarr Makuch

Það er ekkert verið að reyna snúa út úr, þetta voru orða sönnu og  meira að segja færustu PR. manneskjur samfylkingarinnar hafa ekki náð að klóra sig fram úr þessum orðum formans samfylkingarinnar!  Svo það er ekki furða að fólk utan fylkingarinnar hafi gert það heldur.

En segjum sem svo að hún hafi meint þetta á þann vegn að þjóðinn treysti ekki þingflokknum fram að þessu, hvað ætti svo sem að hafa breyst??  Ekki hefur orðið mikil endurnýjun á þessum þingflokk, eða finnst þér það?

Óttarr Makuch, 23.3.2007 kl. 22:14

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ekki nægilega mikil endurnýjun nei. En það sem ISG meinti var að með nýjum forystumanni (henni sjálfri) myndi traustið nást og nefndi dæmi um flokka sem voru í þessum vandræðum með traust, eins og breski verkamannaflokkurinn þar til Tony Blair tók við honum og Demókrataflokkurinn í USA þar til Bill Clinton tók við honum. Hversu erfitt er að skilja þetta!

Egill Rúnar Sigurðsson, 23.3.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband