Er þetta frétt?!

Kemur einhvejum það á óvart að Geir Haarde finnist ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins vera versta kostinn!  Ég er viss um að formönnum allra flokka finnist ríkisstjórn án þátttöku síns flokks vera slæman kost! 

Morgunblaðið er þarna komið í sinn hefðbundna kosningagír, þar sem það breytist úr því að "vera blað allra landsmanna" í það að vera flokksmálgagn Sjálfstæðisflokksins.  Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrími J. finnst versti kosturinn vera sá að núverandi stjórnarflokkar haldi áfram.  Er það þá ekki jafnmikil frétt?!  Vægast sagt undarlegt fréttamat, eða hafði Geir ekkert merkilegra en þetta að segja?


mbl.is Geir H. Haarde telur samstarf Samfylkingar og VG versta kostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Bíddu við, er ekki búið að ræða við formenn allra stjórnmálaflokka?? Svo sagði Agnes amk !

Síðast Þegar ég vissi voru fleirri vinstrimenn sem voru blaðamenn á mbl en hægrimenn,, það hefur kannski breyst til hins betra aftur, hver veit... ekki ég!

Óttarr Makuch, 23.3.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Jú vissulega ræðir Morgunblaðið við formenn annara stjórnmálaflokka Óttarr.  Málið snýst ekki um það heldur hvað "henni finnst" vera mesta fréttin af því sem Geir sagði í viðtalinu.  Þá er gagnrýni á ISG farin að berast úr Staksteinum (sem hafa nánast lagt hana í einelti) yfir í fréttaskrif blaðsins, styrmir litar Sjálfstæðisfálkann grænan og reyndar bleikan fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og svo mætti áfram telja.  Er fálkinn ykkar kamelfálki?!

Egill Rúnar Sigurðsson, 23.3.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Eru þið komnir af stað með "Framsóknarfrasan" er ykkar formaður líka lagður í einelti?  Þið hefðuð átt að gagnrýna voltón þeirra meira fyrir örfáum vikum og mánuðum síðan, en líklegast fellur þetta beint undir sama hatt og hentileikastefnan.  Maður er eiginlega orðinn hissa ef sama stefnan hangir út vikuna hjá Samfylkingunni.

Óttarr Makuch, 24.3.2007 kl. 11:56

4 identicon

Láttu ekki svona Egill - það er verið að/eða búið að ræða við formenn allra flokka og auðvitað er þetta ályktun frá Geir, kannski ekki merkielgt ályktun en hann um það.

Menn eitthvað sensitífir!

Kv Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 01:20

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Engin viðkvæmni í mér Sveinn, finnst þetta bara sérkennilegt og pólitískt fréttamat hjá Agnesi Braga.

Egill Rúnar Sigurðsson, 25.3.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband