Örugglega ekki við ökukennsluna að sakast.

Mynd 405764Ég er nokkuð viss um það að ekki er við ökukennsluna að sakast í þessu tilviki.  Vissulega kann kennslan að vera misjöfn á milli ökukennara, en almennt séð hefur kennslan batnað til mikilla muna á seinni árum, þó vissulega megi og þurfi að gera betur, svo sem með æfingarsvæði með misjöfnum aðstæðum, endurmenntun ofl.

Ég hallast að því að í þessu tilviki sé um sambland af óþroska og "útrásarþörf" að ræða.  Ég tel að mikill munur sé á þroska 17 og 18 ára unglinga og hef því verið fylgjandi því að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár.  Ég er sannfærður um  að slysum og dauðsföllum myndi fækka í kjölfarið.  Hversu góður nemandinn er í ökukennslunni, segir ekkert til um það hversu góður eða slæmur ökumaður nemandinn verður.


mbl.is Sviptur ökuleyfi á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Hugsanlegt að láta þá vinna samfélagsþjónustuna við að týna rusl við fjölfarna vegi í gulum samfestingum

Óttarr Makuch, 29.3.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei strákar það er ekki munur á þroska á milli ára, þroski er reynsla, þessi hugmynd hjá Sófusi er góð, en ætli þegar upp er staðið það sé nú ekki uppeldið og svo ekki síður genin í okkur, ég held nefnilega að við séum "biluð", sem eru áhrifavaldarnir í umferðinni. Egill þú segist vera ökukennari þá hlýturðu að vera tiltölulega snöggur að sjá hve hátt hlutfall þeirra sem hafa valdið banaslysum og mjög alvarlegu slysum eru 17 ára. Nei nei nei þetta er uppeldismál eða "vanuppeldismál".

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.3.2007 kl. 22:50

3 identicon

Eða á endurhæfingardeildum!

Karl (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 22:55

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Það er óumdeilt Högni að ungir ökumenn valda flestum slysum og þar er vissulega reynsluleysi að mestu um að kenna, einnig getur það spilað eitthvað inn í að yngstu ökumennirnir eru frekar á eldri og lélegri bílum en hinir sem eldri eru.  Það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að ákveðinn þroskamunur sé almennt á 17 og 18 ára aldri, þó sérstaklega hjá strákum.  Mér finnst einfaldlega eðlilegast að miða við 18 ára aldurinn hvað bílprófið varðar, ætti í raun að miða öll réttindi fólks við 18 ára aldurinn, þá er fólk lögráða, má gifta sig, er fjárráða, má kjósa og ætti einnig að mega kaupa áfengi.  Mér hefur t.d. lengi fundist það fáránlegt að fólk megi gista sig 18 ára gamalt en ekki kaupa kampavín í brúðkaupið! En það er nú önnur saga.

Egill Rúnar Sigurðsson, 29.3.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband