Til hamingu Hafnfirðingar og landsmenn allir!

Rannveit Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, og Pétur...Mjög góð niðurstaða!  Hafnfirðingar höfðu kjarkinn og skynsemina til að hafna stækkun.  Ég var fyrst og fremst á móti stækkun af tvennum ástæðum.  Fyrst þeirri að við megum ekki við meiri þennslu á höfuðborgarsvæðinu og í öðru lagi er staðsetningin á svo stóru álveri, ef af hefið orðið, afleit og skil ég Hafnfirðinga vel að vera á móti af þeim sökum.


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fjola@fa.is

Til hamingju Hafnarfjörður, loksins lætur fólk ekki kaupa sig.

Glæsilegt, ég er  ótrúlega stolt af ykkur. 

Fjóla M.. Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 00:06

2 identicon

Fyrst Hafnfirðingar voru svona vitlausir að vilja rústa sínu hagkerfi, þá vona ég að Helguvík verði næsta álver

gg (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sjálfsagt eykur þetta líkur á álveri í Helguvík.

Egill Rúnar Sigurðsson, 1.4.2007 kl. 00:27

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Góður punktur hjá Fjólu, fólk lét ekki kaupa sig!

Egill Rúnar Sigurðsson, 1.4.2007 kl. 00:36

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þetta mál varðar ansi marga fleiri en Hafnfirðinga.  Mjög fróðlegt verður að fylgjast með peningamörkuðunum á næstunni.  Vona bara erlendir lánadrottnar landsins skrúfi ekki mjög skart fyrir.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 00:46

6 identicon

                                   18.júní 1875Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólastráka í Reykjavik.Hann sagði að eitt af skilyrðum fyrir því að geta verið nýtur maður væri að þola stjórn og bönd. Frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi heldur agaleysi og óstjórn. Kv. Magnús

Magnús H (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 00:49

7 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hvað koma þessi orð Jóns Sigurðssonar stækkun álvers við Magnús?!

Egill Rúnar Sigurðsson, 1.4.2007 kl. 00:54

8 identicon

ég er allveg fullkomnlega ánægð með niðurstöðurnar og Sammála þér í þessu tilefni. Og ég er bara eðlilegur unglingur í kópavoginum,ekki að mömmu finnist það neitt en ég held að það sé kannski líka gott að fá álit okkar eða að minsta kosti okkar sem er sama þetta er nú okkar framtíð. Án þess að vera einhver sérvitri eða hljóma eins og stjórnmálafræðingur að þá fannst mér hin möguleikin voða slakur,, Grátt eða Grænt það er nú einhvað til í þessu finnst mér :)
flott blogg (:

Marsibil(: (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:21

9 identicon

Hann getur nú lítið sagt um það, en þetta er smá ábending til þeirra sem ekki geta hlýtt þeirri stjórn sem ríkir í það og það skiptið.(Á kannski ekki við í Hafnarfirði, þar sem stjórnin gat ekki tekið afstöðu).  Hefði þá  ekki verið eðlilegra að kjósa nýja stjórn ?.

Magnús (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:23

10 identicon

Til Hamingju Húsavík / Helguvík

Vilji íbúa Hafrnarfjarðar er kýrskýr og ekkert verður af stækkun. Þar sem vitað er að á bæði  Húsavík og í Reykjanesbær er gífurlega mikill stuðningur við álver er ljóst að þar munu rísa myndarleg álver innan tíðar.  Vilji íbúa ræður og þá ber að virða þeirra vilja eins og Hafnfirðinga.  Gott mál.

kær kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 01:30

11 Smámynd: Óttarr Makuch

Endurspegla niðurstöður kosninganna í gær "heppni"? 

http://otti.blog.is/blog/otti/entry/164264/

Óttarr Makuch, 1.4.2007 kl. 16:06

12 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ótrúlega margir hafa verið að halda því fram að af því að ekki munaði nema 88 atkvæðum þá sé kosningin ómarktæk! Ég er mjög hneykslaður á þessari afstöðu.  Hér hlítur tapsárt fólk að tala. Svona er lýðræðið kæru félagar! Ef Alþingiskosningarnar fara þannig að 5 atkvæði vantar upp á að stjórnin haldi velli, á þá að kjósa aftur!! Hins vegar hefði hugsanlega verið hægt að ákveða það fyrirfram að aukinn meirihluta þyrfti til, en það var ekki gert þannig að þeim sem finnst ekki eðlilegt að sætta sig við niðurstöðuna eru ekki mjög lýðræðislega sinnaðir!

Egill Rúnar Sigurðsson, 1.4.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband