Af lýðræðisþroska landsmanna.

lýðræðiUmræðan í kjölfar álverskosninganna svokölluðu í Hafnafirði hafa vægast sagt gengið fram af mér. Ég hélt að við íslendingar hefðum meiri lýðræðisþroska en umræðan ber með sér.  Menn tala um að kosningin sé ómarktæk af því að svo litlu munaði, kjósa eigi aftur til að fá afdráttarlausa niðurstöðu, kosningarþátttaka hafi ekki verið næg (76%!) og þar fram eftir götunum! Framkvæmd kosninganna var til mikils sóma og öllum leikreglum lýðræðisins fylgt.  Fyrir lá úr herbúðum beggja fylkinga að una yrði við niðurstöðuna hver svo sem hún yrði og einfaldan meirihluta þyrfti til.  Hversu mörgum atkvæðum munaði skiptir nákvæmlega engu máli!

Hvað er að?!  Geta vel gefnir málsmetandi menn látið svona vitleysu út úr sér? Ég á hreinlega ekki orð!  Erum við virkilega ekki komin lengra en þetta í lýðræðislegri hugsun?  Helst vil ég nú samt trúa því að menn hljóti bara að vera svona tapsárir og eigi mjög erfitt með að sætta sig við niðurstöðuna.  Ég hélt að við værum öll sammála um að lýðræðiskerfið væri það besta sem völ væri á, þó vissulega sé það ekki gallalaust.  Réttur minnihlutans verðir því miður oft fyrir borð borinn, en ég trúi ekki að nokkur maður vilji í alvöru fara að steypa lýðræðiskerfinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband