Samfylkingin að taka flugið?

Á kosningafundi Stöðvar 2 í Norðaustukjördæmi var birt ný skoðanakönnun fyrir kjördæmið frá Félagsvísindastofnun.  Úrtakið var 800 manns og svarhlutfall var 62%.  Niðurstöðurnar eru mjög áhugaverðar.  Stærstu tíðindi þessarrar könnunar eru þau að Framsóknarflokkurinn hrinur í höfuðvígi sínu, fær aðeins 12,3% og tapar 3 mönnum!  Flokkurinn fékk 32,8% í þessu kjördæmi í síðustu kosningum, þannig að þessi útkoma yrði meiriháttar áfall fyrir flokkinn. Gott mál og fullkomlega skiljanlegt!

En það sem mér finnst ekki síður mikilvæg tíðindi úr þessari könnun, en enginn minnist á, er það að Samfylkingin virðist vera sækja verulega í sig veðrið á kosnað VG!  Það er einmitt sú tilfinnig sem ég hef fyrir að sé að gerast og bíð ég því spenntur eftir næstu könnun á landsvísu.  Í síðustu Gallup könnun fyrir sama kjördæmi mældist Samfylkingin aðeins með um 15% fylgi en er skv. nýju könnuninni með 25,2%!  Sömuleiðis var VG að mælast með 36% fylgi í Gallup könnuninni en 21,7% í nýju könnuninni!  Samfylkingin er þar með í mikilli sókn, a.m.k. í þessu kjördæmi og ég hef trú á því að svo sé einnig á landsvísu.  Hef reyndar lengi haldið því fram að fylgi hennar hlyti að aukast og þá aðalega á kostnað VG!

nordaustur               Norðaustur kjördæmi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eimitt...þetta er það sem ég skrifaði um á blogginu mínu fyrr í kvöld...enda var Grímur dulítið fúll og pirraður þrátt fyrir góða viðbót frá síðustu kosningum. Mér hefur fundist sjálfumgleði VG verið gróflega mikil í ljósi sögunnar og hvernig hlutir akta hjá þeim þegar nær dregur kosningum

Jón Ingi Cæsarsson, 5.4.2007 kl. 00:33

2 Smámynd: Björn Heiðdal

X-Ómar.  Ekki gleyma smáfuglunum.

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 03:46

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Samkvæmt nýjustu könnun Gallup virðist það ekki líta út fyrir að samfylkingin sé að taka flugið, það virðist frekar vera svo að hún sé að brotlenda. 

Óttarr Makuch, 5.4.2007 kl. 11:52

4 identicon

Góð síða hjá þér Egill...lifi Samfylkingin!

Adda (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 18:11

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Kemur mér mjög á óvart miðað við það sem ég hef fundið og könnunnin úr Norðvesturkjördæmdi síndi!  Hins vegar tökum við enga dýfu eins og þú hélst að mundir gerast, heldur er fylgið nánast óbreytt frá síðustu könnun!

Egill Rúnar Sigurðsson, 5.4.2007 kl. 20:50

6 Smámynd: Óttarr Makuch

En eins og ég hef sagt þá ætti það ekki að koma fram fyrr en í næstu viku.

Óttarr Makuch, 5.4.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband