Jæja, þá er ég loksins mættur til leiks á ný! Hef því miður ekkert getað bloggað þessa vikuna þar sem ég var upptekinn við meiraprófskennslu á Ólafsvík. Hafði hins vegar gaman af því að ræða við nemendur mína á nesinu um pólitík. Passaði mig þó á því að "þröngva" ekki mínum pólitísku skoðunum upp á þá, þykir það ekki við hæfi að kennari geri slíkt. Hlustaði meira á hvað þeir höfðu að segja og því miður eru fylgismenn Sjálfstæðisflokksins allt of margir á nesinu!
Það sem maður heyrir oft frá fylgismönnum ríkisstjórnarinnar er að allir hafi það svo gott, kaupmáttaraukningin hafi verið svo mikil o.s.frv. og því sé ástæðulaust að skipta um stjórn. Jú, jú, það er að vísu ekki hægt að neita þeirri staðreynd að kaupmáttaraukning hefur aukist heilmikið að meðaltali, en það að allir hafi það svo gott er einfaldlega rangt. Tölur sína að kaupmáttaraukning þeirra tekjuhæstu hefur aukist mun meira en hinna tekjulægstu. Þetta er hægri stefnan í hnotskurn, fyrst og fremst hugsað um þá sem meira mega sín og hinir tekjulægri ásamt öldruðum og öryrkjum eru látnir mæta afgangi.
Mér dettur ekki í hug að gera lítið úr því að kaupmáttaraukningin hafi aukist, en hins vegar er á það að líta að oft í sögunni hefur kaupmáttaraukning aukist í líkingu við það sem nú hefur gerst og meira en gerst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. En pólitík snýst ekki eingöngu um kaupmáttaraukningu. Það er á fleira að líta, eins og vaxandi ójöfnuð, hnignun velferðarkerfisins á uppgangstíma, óstöðugleika í efnahagsmálum, vaxandi verðbólgu, hæsta verðlag í heimi og ólíðandi vaxtamun svo eitthvað sé nefnt. Núverandi ríkisstjórn er t.a.m. í algjöri afneitun á það að hér sé óstöðugleiki í efnahagsmálum og það þótt Seðlabanki Íslands með Davíð Oddsson í fararbroddi hafi líst því yfir að helsta verkefni næstu ríkisstjórnar sé að endurheimta stöðugleikann í íslensku efnahagslífi! Nei kæru vinir nú er mál að linni. Nú er röðin komin að því að frjálslynd og lýðræðisleg jafnaðarstefna taki við af sérhagsmunargæslu hægri manna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.4.2007 | 23:29 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.