Mættur til leiks á ný!

Jæja, þá er ég loksins mættur til leiks á ný!  Hef því miður ekkert getað bloggað þessa vikuna þar sem ég var upptekinn við meiraprófskennslu á Ólafsvík.  Hafði hins vegar gaman af því að ræða við nemendur mína á nesinu um pólitík.  Passaði mig þó á því að "þröngva" ekki mínum pólitísku skoðunum upp á þá, þykir það ekki við hæfi að kennari geri slíkt.  Hlustaði meira á hvað þeir höfðu að segja og því miður eru fylgismenn Sjálfstæðisflokksins allt of margir á nesinu! 

Það sem maður heyrir oft frá fylgismönnum ríkisstjórnarinnar er að allir hafi það svo gott, kaupmáttaraukningin hafi verið svo mikil o.s.frv. og því sé ástæðulaust að skipta um stjórn.  Jú, jú, það er að vísu ekki hægt að neita þeirri staðreynd að kaupmáttaraukning hefur aukist heilmikið að meðaltali, en það að allir hafi það svo gott er einfaldlega rangt.  Tölur sína að kaupmáttaraukning þeirra tekjuhæstu hefur aukist mun meira en hinna tekjulægstu.  Þetta er hægri stefnan í hnotskurn, fyrst og fremst hugsað um þá sem meira mega sín og hinir tekjulægri ásamt öldruðum og öryrkjum eru látnir mæta afgangi.

Mér dettur ekki í hug að gera lítið úr því að kaupmáttaraukningin hafi aukist, en hins vegar er á það að líta að oft í sögunni hefur kaupmáttaraukning aukist í líkingu við það sem nú hefur gerst og meira en gerst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar.  En pólitík snýst ekki eingöngu um kaupmáttaraukningu.  Það er á fleira að líta, eins og vaxandi ójöfnuð, hnignun velferðarkerfisins á uppgangstíma, óstöðugleika í efnahagsmálum, vaxandi verðbólgu, hæsta verðlag í heimi og ólíðandi vaxtamun svo eitthvað sé nefnt.  Núverandi ríkisstjórn er t.a.m. í algjöri afneitun á það að hér sé óstöðugleiki í efnahagsmálum og það þótt Seðlabanki Íslands með Davíð Oddsson í fararbroddi hafi líst því yfir að helsta verkefni næstu ríkisstjórnar sé að endurheimta stöðugleikann í íslensku efnahagslífi!  Nei kæru vinir nú er mál að linni.  Nú er röðin komin að því að frjálslynd og lýðræðisleg jafnaðarstefna taki við af sérhagsmunargæslu hægri manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband