"Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða?
Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta.
Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum.
Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli.
Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón.
Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða.
Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi.
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar.""
Athyglisvert að Morgunblaðið hafi ekki minnst á þetta, hmm.! Sjálfstæðismenn eru gjörsamlega búnir að "skíta upp á bak" með þessum verkum sínum. Ég er sannfærður um það að fjöldi fólks kaus Sjálfstæðisflokkinn mikið til út af lóðarmálum og loforðum þeirra um lægra lóðarverð. En nú eru allt í einu 11 milljónir fyrir einbýlishúsalóð orðið að kostnaðarverði lóðarinnar! Verð sem Vilhjálmur og félagar höfðu áður sagt að væri óheyrilegt og með öllu óásættanlegt! Það þarf ekki frekari vitnana við!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.5.2007 | 01:12 (breytt kl. 01:38) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahérna menn búnir að vera í Ólafsvík og koma svo svellkaldir til baka og spara ekki stóru orðin.
Þú virðist vera búinn að gleyma verðunum sem R-listinn með Samfylkinguna í farabroddi bauð fólki að kaupa lóðir t.d í Úlfarsfelli sem og Grafarholti! Mig minnir að þar hafi lóðirnar farið á talsvert hærra verði....
Óttarr Makuch, 1.5.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.