1. maí baráttudagur verkalýðsins í dag.

Ég vil óska verkafólki og launþegum öllum til hamingju með daginn.  Verkalýðhreyfingin hér á landi sem annarsstaðar hefur svo sannarlega þurft að berjast fyrir auknum réttindum sér til handa.  Þeirri baráttu líkur í raun aldrei, hún breytist.  Í dag er einna mikilvægast að berjast gegn fátækt.  Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt að í okkar annars ríka samfélagi skuli mörg þúsund börn vera undir fátæktarmörkum og ekki geta ekki einu sinni farið til tannlæknis, vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á því!

Mér finnst sem verkafólk eða venjulegt fólk og kjör þeirra gleymist því miður oft í hinni pólitísku umræðu.  Stjórnmálaflokkarnir eru of uppteknir við að þræta um hagvaxtartölur, virkanir, umhverfismál, evrópumál o.s.frv., sem koma launþegum vissulega við, en ekki um raunverulegar lausnir fyrir venjulegt fólk, Jón og Gunnu.  Annars er Samfylking á mjög góðri leið með sinni "lausnarpólití" þar lagt hefur verið í gífurlega mikið starf við að setja fram stefnu í hverjum málaflokki og á hún hrós skilið fyrir það.  Samfylking er og á að vera öflugur málsvari verkafólks og launþega í þessu landi.  Hér eins og í öðrum löndum þarf verkalýðshreyfingin á stórum og öflugum málsvara jafnaðarmanna að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband