Sætasta stelpan á ballinu!

Það er ljóst að af þeim stjórmálaflokkum sem í boði eru, er Samfylkingin lang "sætasta stelpan" á ballinu!  En vill Sætasta stelpan á ballinu Geir Hilmar Haarde? Tíminn einn mun skera úr um það.  Held hún sé þó fremur að vonast til að ganga í eina sæng með Vinsti grænum!

En að öllu gamni slepptu, þá er aftur komin upp sú staða að raunhæfur möguleiki er á því að hægt verði að mynda tveggja flokka vinstri stjórn, sem væri sögulegt og í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins, sem það gerðist.  En það var einmitt ein höfuðástæðan fyrir stofnun Samfylkingarinnar, að vera raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og koma í veg fyrir það að hann deildi og drottnaði í íslensku flokkakerfi og gæti valið sér einn af hinum flokkunum til samstarf eftir því hvernig vindarnir blésu.  Ef Frjálslyndir ná t.d. ekki inn manni gætti það leitt til þess að Samfylking og VG fengju meirihluta þingmanna þó að þeir væru ekki með meirihluta atkvæða á bak við sig. Sama gæti hins vegar gerst með Sjálfstæðisflokk og Framsókn, bara spurning um hvor fylkingin verður stærri. 

Ég er ánægðari en nokkru sinni fyrr með minn flokk, Samfylkinguna, finnst hún virkilega hafa fundið sína fjöl í eitt skipti fyrir öll, sem alþjóðlega sinnaður frjálslyndur og lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur að evrópskri fyrirmynd.  Flokkur velferðarkefisins sem og viðskiptalífsins, flokkur neytenda, flokkur almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna, flokkur sem stundar lausnarpólitík fyrir hins almenna kjósenda og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.  Þá er formaðurinn okkar virkilega að sýna sinn styrk og er virkilega að glansa í kosningabaráttunni. 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á nú raunhæfan möguleika á því að verða fyrsti kvennforsætisráðherra okkar íslendinga, ég efaðist aldrei um að það!  Það er ljóst að ég og fleiri gerðum rétt með að kjósa hana sem formann Samfylkingarinnar!  Afrakstur þessa er nú að koma í ljós og flokkurinn aftur kominn yfir 30%!

 

stod2konnun


mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Geir Haarde er nú nokkuð myndalegur. Ég held að þessi sem telur sig sætasta á ballinu að fara frekar heim með Geir. Eina huggunin sem við frjálshyggju menn höfum ef samfylkingin stekkur upp í sæng með VG er að það mun standa stutt yfir miðað við almennar geðtruflanir VG-manna, sérstaklega hvað varðar forræðishyggjuna. Held nú að sjálfskipaða sætasta stelpan á ballinu fengi nú ekki neina fullnægingu í þeirri bólferð. Að mínu mati er jafn gáfulegt að kjósa vinstri eins og afneita þyngdaraflinu, væri frábært ef það virkaði, en það gerir það ekki :)

Sigurður Karl Lúðvíksson, 11.5.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband