Það er ljóst að af þeim stjórmálaflokkum sem í boði eru, er Samfylkingin lang "sætasta stelpan" á ballinu! En vill Sætasta stelpan á ballinu Geir Hilmar Haarde? Tíminn einn mun skera úr um það. Held hún sé þó fremur að vonast til að ganga í eina sæng með Vinsti grænum!
En að öllu gamni slepptu, þá er aftur komin upp sú staða að raunhæfur möguleiki er á því að hægt verði að mynda tveggja flokka vinstri stjórn, sem væri sögulegt og í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins, sem það gerðist. En það var einmitt ein höfuðástæðan fyrir stofnun Samfylkingarinnar, að vera raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og koma í veg fyrir það að hann deildi og drottnaði í íslensku flokkakerfi og gæti valið sér einn af hinum flokkunum til samstarf eftir því hvernig vindarnir blésu. Ef Frjálslyndir ná t.d. ekki inn manni gætti það leitt til þess að Samfylking og VG fengju meirihluta þingmanna þó að þeir væru ekki með meirihluta atkvæða á bak við sig. Sama gæti hins vegar gerst með Sjálfstæðisflokk og Framsókn, bara spurning um hvor fylkingin verður stærri.
Ég er ánægðari en nokkru sinni fyrr með minn flokk, Samfylkinguna, finnst hún virkilega hafa fundið sína fjöl í eitt skipti fyrir öll, sem alþjóðlega sinnaður frjálslyndur og lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur að evrópskri fyrirmynd. Flokkur velferðarkefisins sem og viðskiptalífsins, flokkur neytenda, flokkur almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna, flokkur sem stundar lausnarpólitík fyrir hins almenna kjósenda og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Þá er formaðurinn okkar virkilega að sýna sinn styrk og er virkilega að glansa í kosningabaráttunni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á nú raunhæfan möguleika á því að verða fyrsti kvennforsætisráðherra okkar íslendinga, ég efaðist aldrei um að það! Það er ljóst að ég og fleiri gerðum rétt með að kjósa hana sem formann Samfylkingarinnar! Afrakstur þessa er nú að koma í ljós og flokkurinn aftur kominn yfir 30%!
Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.5.2007 | 23:45 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Liðið mitt
Liverpool
Stjórnmál
- Egill Helgason
- Stefán Jón Hafstein
- Helgi Hjörvar
- Björgvin G. Sigurðsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Silfur Egils
- Össur Skarphéðinsson
- Ungir jafnaðarmenn
- Samfylkingin
Alþingi og ríkisstofnanir
Fjölmiðlar
Visir.is
Bloggvinir
- Dofri Hermannsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Gunnar Björnsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Jón Sigurgeirsson
- Sveinn Arnarsson
- TómasHa
- Árni Þór Sigurðsson
- Tómas Þóroddsson
- Óttarr Makuch
- Nýkratar
- Ómar Ragnarsson
- Lára Stefánsdóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Hlynur Halldórsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Sigurður G. Tómasson
- Sigurður Óskar Leví Gíslason
- Alma Joensen
- Guðfinnur Sveinsson
- Agnar Freyr Helgason
- Stefán Þórsson
- Killer Joe
- Haukur Nikulásson
- Snorri Bergz
- Jón Steinar Ragnarsson
- Ársæll Níelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Hreinn Hreinsson
- Stjórnmál
- íd
- Jón Þór Ólafsson
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Bleika Eldingin
- Egill Jóhannsson
- Hrólfur Guðmundsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Hákon Baldur Hafsteinsson
- Vefritid
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- perla voff voff
- gudni.is
- Jón Halldór Guðmundsson
- Alfreð Símonarson
- Guðjón Baldursson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Óskar Þorkelsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Fannar frá Rifi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Kjartan Jónsson
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geir Haarde er nú nokkuð myndalegur. Ég held að þessi sem telur sig sætasta á ballinu að fara frekar heim með Geir. Eina huggunin sem við frjálshyggju menn höfum ef samfylkingin stekkur upp í sæng með VG er að það mun standa stutt yfir miðað við almennar geðtruflanir VG-manna, sérstaklega hvað varðar forræðishyggjuna. Held nú að sjálfskipaða sætasta stelpan á ballinu fengi nú ekki neina fullnægingu í þeirri bólferð. Að mínu mati er jafn gáfulegt að kjósa vinstri eins og afneita þyngdaraflinu, væri frábært ef það virkaði, en það gerir það ekki :)
Sigurður Karl Lúðvíksson, 11.5.2007 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.