Ágætis veganesti fyrir hinn nýja meirihluta.

FjórmenningarnirEkki slæm niðurstaða fyrir hinn nýja meirihluta.  Samfylkingin og VG væru nálægt því að ná hreinum meirihluta.  Það yrðu góðar niðurstöður í næstu kosningum, tveggja flokka félagshyggjustjórn, sem byggði algjörlega á almannahagsmunum.

Það sem kemur mér hins vegar mjög á óvart í þessari könnun, er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki tapa nema um 3% frá síðustu kosningum, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið!  Ég veit ekki hvað flokkurinn þarf eiginlega að gera af sér til að missa traust!  Það er munur að eiga svona trygga fylgendur, ég segi nú ekki annað en það!


mbl.is Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

HVER KÝS FRAMSÓKN???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2007 kl. 00:27

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Nákvæmlega, Anna!  Hver kýs Framsókn?!!  Ég myndi halda að það væru einungir þeir sem eiga fjárhagslega hagsmuna að gæta, leifarnar að gamla SÍS veldinu osfrv.

Egill Rúnar Sigurðsson, 15.10.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Óttarr Makuch

Björn Ingi mér að Framsókn hefði fyllt salinn hjá XB með escort fólki, það hefði litið svo ílla út ef salurinn hefði verið tómur

En að öllu gríni slepptu þá er ég sammála þér Egill það virðast allir aðilar sem tengjast Framsókn hafa fjárhagslega hagsmuni af því að tengjast flokknum, svo einkennilegt sem það kann að hljóma.  Enda kom það manni ekki alveg í opna skjöldu að Framsóknarmenn eiga í REI.

Óttarr Makuch, 15.10.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sælt veri fólkið.

Þú segir nokkuð Egill. Er ekki fulllangt að tengja SÍS gamal við Framsókn í dag? Það finnst mér. Það er alltaf jafn merkilegt að heyra fólk tala um það að Framsókn sé spillingarflokkur, eða hvað það sem menn vilja kalla það.

Sæll Óttar. Það verður seint að við séum sammála, enda er alltaf gaman að skylmast á blogginu. Ertu búinn að skoða hvaða hagsmunir Sjálfstæðsflokkurinn átti? Það er nokkuð merkilegt það sem mér finnst. Er það eðlilegt að Haukur láti borgarstjóra ekki vita um málefnin og enn verra er það að aðstoðarm. borgartjóra hafi sofið á verðinum, ef hægt er að segja svo. Eða var hann hluti af leikfléttunni?

Kv.

Sveinn Hjörtur , 17.10.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband