Fæst einhverntíman botn í McCann málið?

MadaleineMaður fer nú að verða svolítið leiður á þessum fréttum af þessu átakanleg máli, sem "McCann málið" er.  Fram að þessu hef ég fylgst með öllum fréttum af þessu máli í von um að stúlkan finnist og einhver botn fáist í málið.  En því miður er ég orðinn ansi vonlítill um það og er satt að segja orðinn svolítið þreyttur á að fylgjast með þessari sorgarsögu.

Ég hef aldrei trúað því að foreldrar Madalene hafi á einhvern hátt átt þátt í hvarfi dóttur sinnar og er enn sama sinnis.  Rannsóknin sem foreldrarnir létu gera á tvíburunum, sem sýndi fram á að þeim hafi ekki verið gefið svefnlyf, eins og haldið var fram af portúgölskum fjölmiðlum, styrkti mig í þeirri trú.

Frá upphafi hef ég efast um hæfni portúgölsku lögreglunnar í þessu máli.  Þar af leiðandi koma þessar ásakanir um galdraofsóknir mér ekki á óvart.  "Galdraofsóknir" er hins vegar kannski of sterkt að orði kveðið, en ég hef sterka tilfinningu fyrir því að ekki sé allt með felldu, hvað varðar rannsókn málsins og þátt portúgskra fjölmiðla.


mbl.is „McCann-hjónin fórnarlömb hræðilegra galdraofsókna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þetta mál er ein stór hringavitleysa frá a-ö.

Ég reyndar trúi því ekki að foreldrarnir hafi gert þetta.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.10.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband