Heyrði einhverjar kjaftasögur um þetta, segir Margrét.

Ekki veit ég hvað er satt í þessu, en Margrét heyrði einungis ákv. orðróm, eða kjaftasögur hvað þetta varðaði, að eigin sögn.  En burtséð frá þessu þá er Dagur er í raun sá eini sem kemur heill út úr þessu gjörningarveðri öllu saman og stendur í raun miklu sterkari eftir.  Hann mun án efa verða Borgarstjóri eftir næstu kosningar, þar sem Samfylkingin og VG munu ná meirihluta.  Samfykingin gæti jafnvel náð hreinum meirihluta ein og óstudd. 

Það verður aldrei sátt um Ólaf F. sem Borgarstjóra og ég held ekki Vilhjálm Þ. heldur.  En mér þykir mjög miður að Morgunblaðið og öfl í Sjálstæðisflokknum því tengt, sluli vera að reyna að snúa umræðunni upp í pólitískar ofsóknir á hendur Ólafi F, vegna andlegrar vanheilsu hans og meira að segja draga Dag inn í þá umræðu og ata hann auri.  Halda því beinlínis fram að Dagur sé í fararbroddi þeirra sem sækja að Ólafi vegna veikinda hans!  Þvílík endemis fyrra.  Dagur og Ólafur hafa verið vinir um langa hríð og Dagur aldrei viljað ræða málin út frá þeim vinkli, þ.e. veikindum Ólafs.

Því hafa margir, eins og kom fram í Silfrinu áðan, sagt upp áskrift af Morgunblaðinu af þessum sökum og geta ekki hugsað sér að styðja blað sem fer fram með slíku offorsi.  Ég hef nú áður rætt um það hér í bloggi mínu hvernig ritjórar Moggan virðas vera í "heilögu stríði" gegn Samfylkinnunni og það þótt hún sé komin í ríkisstjórn með þeirra flokki.  Ég sagði Morgunblaðinu einmitt upp af þeim sökum, fyrir ca. 3 mánuðum síðan.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband