Skelfilegt slys!

Það var hræðilegt að horfa upp á þetta, mínir menn höfðu þetta í hendi sér og hefðu auðveldlega getað verið búnir að skora 2-3 mörk í viðbót, þegar 5 sekúndur eru til leiksloka, þá kemur maðurinn sem er fyrir löngu búinn að vera, John Arne Riise og skorar sjálfsmark! Mér leist aldrei á það að hann kæmi inná og hugsaði með mér, hann á eftir að klúðra einhverju.

Með þessu marki tryggði Riise að öllum líkindum Chelsea áfram.  Þó að mínir menn geti svo sem komið til baka, eins og þeir hafa svo oft sýnt, þá held ég að þessi hindrun verði þeim ofraun.  En maður heldur náttúrlega í vonina og fylgist áfram með. 


mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Liverpool eru kandidatar í úrslitaleik gegn Barcelona.

Á ekki að setja Riisa í sóknina?

Þetta var markið sem Fowler, Rush og Dalgish dreymir enn um að skora!!!

Jón Halldór Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Mjög vel gert hjá Riise Jón!  Hann var ekkert búinn að skora greyið á leiktíðinni, honum langaði kannski bara að skora eitt mark!!

Egill Rúnar Sigurðsson, 25.4.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband