Hermennskudraumar Björns Bjarnasonar?

Skemmtilegur hringitónn.  En þessar aðfarir lögreglunnar eru að mínu mati kómískar, svo ekki sé meira sagt, en um leið háalvarlegar.  Vissulega er lögreglunni kannski uppálagt að vara fólk við, þegar það er "gasað", en við eigum þessu ekki að venjast á Íslandi.  Þessi mótmæli bílstjórana, sem vissulega gengu full langt, kölluðu ekki á svona hörð viðbrögð, sem saklausir borgarar lentu meðal annara í.  Við hverju búast menn, að mæta með óeirðalögreglu á svæðið, með skildi, hjálma, kylfur og gas!

Það kæmi mér ekki á óvart, þó að ég hafi svo sem engar sannanir fyrir því, að þessar aðgerðir væru runnar undan rifjum æðsta yfirmanns lögreglunnar á Íslandi, Birni Bjarnasyni, sem hluti af "hermennskudraumum" hans.  Kannski hann sé að reyna að réttlæta þörfina fyrir 300 manna varaliði lögreglu!  Ég kann a.m.k. ekki við þessar aðfarir. 


mbl.is Gas! Hringitónn slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband