Búið spil hjá mínum mönnum.

Þetta var vissulega svekkjandi, en Chelsea voru einfaldlega sterkari og ekkert annað að gera en að bíta í það súra epli!  Ég hafði það reyndar mjög sterkt á tilfinningunni að við myndum tapa þessu í þetta sinn, töpuðum þessu í raun á Anfield, með hinu fáránlega sjálfsmarki Riise 5 sekúndum fyrir leikslok.

Ég skil hins vegar ekki af hverju Torres var tekin út af!  Á vonandi eftir að fá skýringu á því.  Eins var ég ósáttur við að Babel skyldi ekki vera meira með, hann er maður sem á að mínu viti að spila í 90 mínútur, held að hann sé stórlega vanmetinn leikmaður.  En svona er þetta nú í boltanum, maður er aldrei fullkomlega sáttur.

Spái því að Man. United sigri meistaradeildina að þessu sinni.  Mér er hinsvegar nokk sama hvort þessara liða vinnur, vona bara að við fáum skemmtilegan og spennandi leik.


mbl.is Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Torres meiddist.

Gummi H (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, þessi Babel er magnaður leikmaður og búið spil, en búið segirðu. Þetta er allavega búið að vera óvenju skemmtilegt spil hjá Púllurum í vetur.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.5.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband