Arleifð Davíðs.

Ég ætla mér ekki að vera með einhverja sleggjudóma hér og nú, en eitthvað segir mér svo hugur um að arfleifð Davíðs verði ekki máluð í þeim dýrðarljóma, sem flestir sjálfstæðismenn telja eða töldu.  Þessi "mikli" leiðtogi var og er kannski ennþá hjá einhverjum, talin vera einhver stórkostlegast stjórnmálamaður sem Ísland hefur eignast.  Við látum söguna um  að dæma!  Mín skoðun kemur síðar!

Hvort Davíð hafi varað menn við af einhverri alvöru skal ósagt látið.


mbl.is Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Heldurðu að þú verðir ekki löngu fallinn frá, þegar dómur sögunnar fellur? Enginn er eilífur.

Gústaf Níelsson, 24.10.2008 kl. 00:25

2 identicon

Bara ef fólk hefði hlýtt viðvörunum Davíðs! Auðvitað sá maðurinn þetta fyrir, enda er hann stórgáfaður og veit alltaf þjóð sinni fyrir bestu. Bara ef guð hefði gefið okkur Davíð Oddson sem seðlabankastjóra og með einhver ítök á ríkistjórn landsins þá myndu nú hlutirnir líta allt öðruvísi út í dag.

Guð blessi íslensku krónuna og góða nótt!

Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Nei Gústaf, ég held að ég lifi nú alveg dóm sögunnar um Davíð.  Þá geri ég ráð fyrir því að pólitískar greiningar á valdatíma Davíðs eigi eftir að rigna yfir okkur á næstu árum.

Ég gef mér það að þú sért að gera að gamni þínu Ernir!

Egill Rúnar Sigurðsson, 24.10.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband