Sjálfstæðisflokkurinn í vondum málum!

Kemur mér ekki á óvart, ég bjóst við að VG færi í a.m.k. í 25% fylgi, fólk leitar eðlilega til vinstri við þær aðstæður sem nú eru uppi.  Hefði þó jafnvel búist við meiri stuðningi við Samfylkinguna en hér kemur fram, þar sem að hún er eini flokkurinn sem hefur haft Evrópusambandsaðild og upptöku evru á stefnuskránni.

Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar í mjög slæmum málum, hann hefur farið með forystu í 17 ár, og farið með stjórn efnahagsmála allan þann tíma.  Nú blasir við efnahagslegt hrun, fjármálakerfið hrunið með tilheyrandi fjöldagjalþrotum og atvinnuleysi.  Gjaldþrot nýfrjálshyggjunnar er orðið staðreynd.

Mig dreymdi í nótt að ég væri staddur í veislu, með mörgum valinkunnum mönnum (sumir af þeim sjálfstæðismenn), þar sem ég lét þá skoðun mína í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki þola þetta efnahagshrun og yrði líklega ekki til sem flokkur eftir nokkur ár.  Það er skemst frá því að segja að menn hlógu af mér og sögðu þetta þvílíka fjarstæðu að annað eins hefði ekki heyrst.  En kannski hlær sá best er síðast hlær!


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara furðulegt að enn skuli vera til Íslendingur sem styður þennan spillingarflokk.

Valsól (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband