Ég tel meiri líkur á því að Sjálfstæðisflokkurinn klofni ef hann...

...hafnar því að sækja um aðild að Evrópusambandinu, eða samþykkir einhverja vonlausa málamiðlun, eins og nú virðist jafnvel stefna í, heldur en ef hann samþykkir að sækja um aðild án allra vafninga.  Hann gæti hins vegar klofnað á hvorn veginn sem þetta fer, sem ég hef reyndar spáð að muni gerast, en það kemur í ljós.
mbl.is Taugastríð Geirs og Ingibjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enga trú hef ég á meginfullyrðingu þinni hér, Egill Rúnar, þótt lærður sért í stjórnmálafræði. EBé-áhugafólkið í flokknum heldur bara áfram að "reyna næst" og sækja á með sama stefnumarkið, þótt því mistakist það núna. Leiðandi menn í þessum hópi fórna ekki stöðu sinni í flokknum til að stofna nýjan út af þessu. Ég á t.d. seint eftir að sjá Ragnheiði Ríkharðsdóttur, alþm. úr Mosfellsbæ (sem spáði þessu sama og þú á fundinum í Valhöll í gær), fórna framavonum sínum í flokknum með því að ganga til lags við nýja flokksstofnun.

Miklu fremur er hitt líklegt, ef landsfundur samþykkir að taka stefnu á innlimun í Evrópubandalagið, að fjöldi manna telji hann ekki lengur standa undir nafni og leiti í aðrar herbúðir, til einhvers gamals flokks, sem fyrir kann að vera, til nýs flokks, sem byggist mest á fylgi Sjálfstæðismanna, eða til annars nýs flokks með breiðari skírskotun.

Jón Valur Jensson, 6.1.2009 kl. 04:04

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ESB sinnar eru í minni hluta. þeir eru bara eins og aðrir ESB sinnar háværir og njóta velvildar útrásarvíkingana sem eiga alla fjölmiðlana og þannig heyrist meira í þeim.

Fannar frá Rifi, 6.1.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hvert eiga Evrópuandstæðingarnir í Sjálfstæðisflokknum að fara Jón Valur, varla fara þeir í VG! VG verður þá eini flokkurinn sem andsnúinn er ESB.  Ekki nema þá að þeir stofni nýjan eins og þú segir.  Eitt veit ég þó fyrir víst, að ef Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að vera fúll á móti gagnvart ESB, þá mun það þýða en meira fylgistap, um það er ég sannfærður.

Ég held að þú hafir rétt fyrir þér með það Fannar að ESB sinnar séu í minnihluta í flokknum, en það ber að líta á bæði hvaða öfl það eru innan flokksins sem styðja ESB og eins hvað skynsamlegast sé að gera í stöðunni, ekki satt?!  Það er nú ansi mikilvægt fyrir flokkinn að hafa atvinnurekendur með sér.

Egill Rúnar Sigurðsson, 6.1.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Egill, sæll aftur. Taki Sjálfstæðisflokkinn upp á að bjóða því augljóslega heim með stuðningi við EB-innlimunarstefnu, að sjálfstæðissinnar fari að kalla hann Ósjálfstæðisflokkinn, þá eiga þessir fullveldissinnar áðurnefnda 3–4 valkosti eða að kyngja öllu saman ella og fylgja flokknum. Síðastnefndi möguleikinn er naumast raunhæfur hjá þeim, sem eru sér mjög meðvitaðir um alvöru þessara mála og jafnframt um hið mikilvæga hlutverk flokksins í sjálfstæðisbaráttunni hingað til.

VG væri ekki endilega eini valkosturinn meðal núverandi flokka. Ef Íslandshreyfingin tekur upp beina andstöðu við "aðild", væri hún einn valkostanna, – naumast Framsókn, nema grasrótin geri þar uppreisn gegn Halldórsgenginu EBésinnaða, – en Frjálslyndi flokkurinn sýnist mér líklegur á flokksþingi sínu í febr.–marz til að taka þá afstöðu til málsins, sem sæmir slíkum flokki, sem styðja vill við sjómenn og réttindi okkar til fiskimiðanna. Það mun þá raunar leiða til uppgjörs við tvo EBésinna meðal hinna fjögurra þingmanna flokksins, þ.e. Jón Magnússon og (undarlegt nokk) Grétar Mar Jónsson, sem er a.m.k. ekki treystandi í þeim efnum.

Og svo eru möguleikar á nýjum flokkum, eins og ég sagði.

Þú (sem ert líklega Samfylkingarmaður og talar ekki af neinni sérstakri umhyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum) telur andstöðu við aðild/innlimun myndu "þýða enn meira fylgistap" flokksins, en flaggar þó (sennilega með "scare tactics") um hina leiðina sem líklega, að stuðningur landsfundar við fullt sjálfstæði okkar bjóði heim klofningi EBésinna frá flokknum! Þetta er að snúa hlutum á haus, því að klofnings- eða uppreisnarhættan meðal grasrótar flokksins er miklu meiri, ef EBé-leiðin verður farin. Í skoðanakönnun, sem birt var í Mbl. 20. nóv. sl. og sýndi afstöðuna meðal þeirra, sem kváðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, reyndust 2,25 sinnum fleiri vera andstæðir aðild að bandalaginu heldur en þeir sem studdu hana. Nánar tiltekið kváðust 54% þeirra, sem svöruðu, andstæðir aðild, en aðeins 24% fylgjandi henni. Sérðu ekki einmitt þar hinn augljósa meginstraum meðal sjálfstæðismanna?

Jón Valur Jensson, 6.1.2009 kl. 15:39

5 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Við þurfum bara einfaldlega að útkljá þetta ESB mál í þjóðaratkvæðagreiðslu! Geta stríðandi fylkingar ekki sæst á  það?  Hvað klofning ESB andstæðinga fra Sjálfstæisflokknum varðar, þá held ég að það verði ekki, t.d. af þeirri ástæðu að það eru miklu meiri þungaviktarmenn í hinum arminum (ESB sinna), t.a.m. nánast gjörvöll atvinnurekendasamtökin, fyrir utan LÍÚ að sjálfsögðu. Ekki nema að Davíð stigi úr Seðlabankanum!

Hvað þessa skoðanakönnun varðar, þá tel ég ekki ólíklegt að ESB sinnarnir eða "kratarnir í flokknum" hafi þegar verið búnir að "yfirgefa" flokkinn, þar sem hann mældist mjög lár í þessarri könnun 23-25% að mig minnir.  Ég held að það sem vakir fyrir þeim sjálfstæðismönnum, sem vilja opna á ESB, sé að ná þeim aftur.  Þannig að aftur verð ég að vera ósamála þér Jón Valur, ég er ekki viss um að munurinn sé svo mikill, þó það kæmi mér ekki á óvart að andstæingarnir væru eitthvað fleiri en fylgismennirnir. 

Egill Rúnar Sigurðsson, 6.1.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband